Þ að er ekki svo ýkja margt sem trekkir að við borgina Lens í norðurhluta Frakklands. Þessi fyrrum kolavinnsluborg er ein af þeim borgum Frakklands sem sannarlega hafa séð betri tíð og það fyrir alllöngu síðan.

Louvre númer tvö. Fínt stopp ef þú kemst ekki til Parísar.

En þó yfirbragð borgarinnar sé enn þurrt og fráhrindandi fyrir erlenda ferðamenn breyttist það mjög til batnaðar nýlega. Þá opnaði hér, af öllum stöðum, fyrsta útibú hins heimsfræga listasafns Louvre sem í París trekkir að fleiri milljónir árlega.

Það lengi verið ljóður á Louvre safninu í París að safnið á svo margra einstaka gripi að þó það væri tvöfalt stærra en það er í dag þá kæmist samt aðeins hluti allra þeirra stórkostlegu verka sem safnið á fyrir svo gestir og gangandi geti notið.

Þess vegna ákvað stjórn Louvre árið 2003 að opna systursafn annars staðar í Frakklandi og þar skyldu sýnd þau verk sem einfaldlega kæmust ekki fyrir með góðu móti í aðalsafninu í París. Og loks tíu árum eftir að hugmyndin kviknaði, var Louvre-Lens loksins opnað almenningi.

Það er því skyndilega komin ástæða fyrir að eyða tíma í Lens sé fólk á annað borð á þvælingi um svæðið. Safnið fær afar fína dóma og þótt ekki prýði Móna Lísa veggi eða Venus af Míló gólf þá eru hér þúsundir verki sem heilla alla sem hafa ánægju af listum.

Louvre-Lens er opið alla daga nema þriðjudaga milli 10 og 18 og fram á kvöld fyrsta föstudag í hverjum mánuði frá júní til september ár  hvert.

Heimasíðan hér.

PS: Þriðja Louvre safnið finnst líka í heiminum en aðeins lengra í burtu. Louvre Abu Dhabi opnaði formlega í nóvember 2017 og þar líka gefur að líta mikinn fjölda verka frá aðalsafninu í París.