Grjótharðir Bítlaaðdáendur með rúman 45 þúsund kall í vasanum geta nú aldeilis gert sér dagamun í Liverpool í Englandi. Þar er nú hægt að gista í gulum kafbáti hvers fyrirmynd er vitaskuld hið fræga lag Bítlanna; Yellow Submarine.

Við Albert Dock í Liverpooll er í boði að gista í gulum kafbát. Mynd Gaim

Við Albert Dock í Liverpool er í boði að gista í gulum kafbát. Mynd Gaim

Uppátækið hefur verið í boði síðustu árin við Alberts bryggju í hafnarhverfi borgarinnar en um er að ræða 80 feta alvöru kafbát sem alfarið hefur verið breytt í skrambi fallegt gistihús með alls þremur herbergjum með öllum þægindum. Er báturinn að sjálfsögðu gulur á lit og innanborðs er allt skreytt í sixtís stílnum.

Ekki er hægt að kafa neitt með bátnum en hann á þó sjálfur merka sögu út af fyrir sig. Þarna voru til dæmis, þó ótrúlegt megi virðast, tekin mörg atriði kvikmyndarinnar The Hunt for the Red October sem skartaði Sean Connery og Alec Baldwin.

Hvert herbergi eða vistarverur í þessu tilfelli kosta rúmar 45 þúsund krónur hvern virkan dag en hafi menn áhuga að gista um helgar eykst prísinn verulega. Þá kosta þau frá 90 þúsundum og upp í 150 þúsund krónur nóttin. Hafa skal í huga að gisting er aðeins í boði yfir sumartímann.

Á hinn bóginn er hægt að bóka hefðbundnari gistingu í borginni á lægsta mögulega verði á hótelbókunarvef Fararheill og eyða fjármunum í vitlegri hluti 😉

Meira hér.