Þ ó ágætt sé að versla í London og svæði þar æði billeg á stórborgarmælikvarða hefur aldrei farið mikið fyrir hreinum og beinum afsláttarverslunum. Slíkar verslanir, outlets, njóta vaxandi vinsælda fólks sem hefur sífellt minna milli handanna en vill engu að síður veita sér og sínum aðeins merkilegri hluti en alfatnað frá H&M.

Glænýr outlet verslunarkjarni í London

Einn besti outlet verslunarkjarni í London

Nú horfir þetta til batnaðar í London því ekki er langt síðan þar var opnaður fyrsti outlet kjarninn sem sérhæfir sig eingöngu í hönnunarvörum ýmis konar.

London Designer Outlet heitir staðurinn og samanstendur af 70 verslunum og lágmarks afsláttur á vörum seldum þar sagður 50 prósent frá upprunalegu verði.

Verslunarmiðstöðin er auðfundin beint á móti þjóðarleikvanginum Wembley og einfalt mál að komast til og frá með jarðlestum.