Skip to main content

Á fengisþyrstir einstaklingar þurfa litlu að kvíða í Boston í Bandaríkjunum. Samkvæmt Yelp eru ekki færri en 350 barir í borginni allri. Þess vegna er það nokkuð afrek við slíkar samkeppnisaðstæður að einn bar sérstaklega þykir fremri en hinir.

Falin perla í Boston. Einn besti barinn þessi dægrin er sagður vera Bricks & Mortar. Mynd B&M

Falin perla í Boston. Einn besti barinn þessi dægrin er sagður vera Brick & Mortar. Mynd B&M

Enn merkilegra er að þann bar finnur enginn sem ekki er sérstaklega að leita. Barinn sá er nefninlega algjörlega ómerktur fyrr en inn er komið.

Það gæti þess vegna verið skemmtileg gestaþraut á ferð í borginni að hafa upp á Brick & Mortar en þar þykja bæði smáréttirnir hrein snilld en ekki síður framleiða þeir hér bestu og fjölbreyttustu kokteilana. Á því leikur lítill vafi ef marka má stóra miðla á borð við Boston Globe. Mashable og Movoto.

Litli Fararheill náttúrulega skemmir allt með því að ljóstra upp hvar nákvæmlega bar þennan er að finna og ekki láta ómerktan innganginn plata þig. Brick & Mortar finnst í háskólahverfinu Cambridge. Nánar tiltekið á annarri hæð Massachusetts Avenue 567. Ágætur veitingastaður, Central Kitchen, er hér á fyrstu hæð (sjá kort.)

Ekkert að þakka 😉