Skip to main content

E inhver hefði haldið að ríkir og frægir Þjóðverjar keyptu sér lúxusíbúðir í karabíska hafinu eða áeyjum í Grikklandi til að njóta lífsins. Sá hinn sami hefði rangt fyrir sér.

Afmælisútgáfur af Ferrari, dýrir veitingastaðir og enn dýrari gistihús. Mynd novitec59

Afmælisútgáfur af Ferrari, dýrir veitingastaðir og enn dýrari gistihús. Mynd novitec59

Það eru nefninlega ekki svo margir staðirnir sem frægir og ríkir Þjóðverjar berjast um hvern einasta fermeter. Einn þeirra er eyjan Sylt í Norðursjónum sem stendur því sem næst á landamærum Þýskaland og Danmerkur.

Sylt er tiltölulega látlaus sandeyja og fátt þar merkilegt annað fyrir milljarðamæringa en aðrir ríkir samlandar.

Og þó.

Þarna eru fyrirtaks híbýli fyrir þá sem efni hafa á. Klassa hótel og fokdýrir veitingastaðir sem sérhæfa sig í þýskum réttum. Að auki eru hinir ríku að langmestu leyti lausir við meðalplebbann því vasar verða að vera djúpir til að dvelja þarna um stund.

Ekki verra að frá meginlandinu er brú yfir til eyjarinnar og því hægt að rúlla þangað á sportbílunum með litlum fyrirvara. Við hin sem ekki eigum fjármuni í skattaskjólum eða hlutabréf í Google getum þó skemmt okkur við að keyra um og skoða þó ekki sé það annað.