A hhhh. Það vita þeir sem gengið hafa götur Rómar að þar er ekki aðeins saga, menning og mögnuð mannvirki við hvert fótmál heldur og þar dásamlegt að versla. Best af öllu að versla hönnunarvörur á botnverði.

Verðlag almennt á Ítalíu er mjög gott og algjörlega frábært þegar allt er að 50 til 70 prósent afslætti.

Verðlag almennt á Ítalíu er mjög gott og algjörlega frábært þegar allt er að 50 til 70 prósent afslætti.

Hefðbundin outlets, eða afsláttarkjarnar, fundust lengi vel alls ekki á Ítalíu enda landinn of góðu vanur til að láta sjá sig í slíkum búllum. Þetta er jú mekka tísku og hönnunar frá aldaöðli og allir vilja hafa bella figura án þess að vera eins og allir aðrir.

Þetta hefur aðeins breyst allra síðustu ár. Nú finnast stórir og fínir outlets-kjarnar í eða við flestar stærri borgir landsins og Róm þar engin undantekning. Þar þarf þó eins og víðast annars staðar að fara nokkurn spotta í þær stærstu. Góðu heilli bjóða flestir stærri aðilar ókeypis eða ódýrar rútuferðir til og frá.

Þetta eru helstu og bestu outlet-kjarnarnir í borginni: