Þ að fer ekkert svo ýkja hátt en það er í raun og veru Íslendingabar í borginni Pattaya í Tælandi. Íslendingabar í þeirri merkingu að þangað sækja þeir gjarnan sem heimsækja borgina oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þá taka reynslumiklir fararstjórar jafnan strikið þangað þegar sá gállinn er á þeim.

Puy´s bar á Pattaya er athvarf íslenskra ferðamanna í borginni

Puy´s bar á Pattaya er athvarf íslenskra ferðamanna í borginni

Puy´s bar heitir fyrirbærið og er hann að finna við Pattaya New Plaza gengt soi númer 8. Sjá meðfylgjandi kort.

Barinn sá er hvorki stór né sérstakur á neinn hátt frá öðrum börum í borginni og er reyndar afskaplega lítill. Úrval drykkja er á engan hátt frábært en fyrst og fremst forvitnilega stopp ef fólk á leið um Pattaya. Verð á drykkjunum hér er þó með því lægsta sem gerist á þessu svæði.

Þar má jú nokkuð reglulega sjá þekkta Íslendinga en barinn getur verið erfitt að finna enda fjöldi bara hér nánast óteljandi. Puy´s er í litlu öngstræti og ólíkt færri ljós og minna stuð í götunni en reyndin er annars staðar á svæðinu.

En það skiptir engu máli þegar þörf er á að bulla aðeins á íslensku en sú þörf er velþekkt hjá Íslendingum sem þvælast reglulega um heiminn.