Þ ó við Íslendingar tengjum helst verslun við ferðir til Skotlands er það ekki almennt raunin. Langflestir tengja landið við skotapilsin, sekkjapípur, golf og viskí.

Þekktari bruggverksmiðjur Skotlands eru töluvert langt frá stærstu borgum landsins. Mynd ScotlandDistilleries

Þekktari bruggverksmiðjur Skotlands eru töluvert langt frá stærstu borgum landsins. Mynd ScotlandDistilleries

Það staðfesta kannanir sem ferðamálaráð Skotlands hefur gert reglulega og sýnir mátt sögunnar og kvikmynda því að viskí frátöldu hafa Skotar almennt ekki haldið skotapilsum og sekkjapípum að fólki. Margt yngra fólk þar í landi meira að segja skammast sín fyrir gamaldags skotapilsin og hallærislegar sekkjapípurnar.

Öðru máli gegnir um viskíið en skoskt viskí er enn talið það besta í veröldinni þó verulega hafi fjölgað keppinautum á því sviði undanfarna áratugi. Eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera dvelji fólk í Edinborg eða Glasgow er að skella sér í skipulagða viskíferð eða barasta heimsækja bruggverksmiðjur á eigin spýtur.

Það sem Skotar kalla Lowlands eða láglendið, er gróflega sá hluti landsins sem nær frá Glasgow og Edinborg niður að landamærunum að Englandi. Á því svæði má finna þrjár gamlar og góðar bruggverksmiðjur sem hægt er að heimsækja og kynna sér fræðin tengd þessum fræga drykk. Allir bjóða þessir staðir upp á ferðir um verksmiðjur sínar með leiðsögn og undantekningarlítið er hægt að prófa framleiðsluna í leiðinni.

Þessir þrír staðir eru Annandale Distillery, Glenkichie Distillery og Auchentosan. Allir staðirnir í boði í skipulögðum viskíferðum frá bæði Glasgow og Edinborg en einnig einfalt að aka á þessa staði sé bíll til umráða. Kjörið að stoppa í Annandale ef fólk ætlar að þvælast yfir landamærin.