F lestir nema þeir sem lært hafa listfræði tengja nafn listmálarans Vincent Van Gogh við Holland og oftast við Amsterdam enda þar í bæ helsta og besta safn verka þessa merkilega manns. Nema karlanginn eyddi síðustu stundum lífs síns alls ekkert þar.

Van Gogh og Van Gogh. Hlið við hlið í lítt þekktu frönsku þorpi.

Van Gogh og Van Gogh. Hlið við hlið í lítt þekktu frönsku þorpi.

Til að finna þann stað þarf að leita töluvert suður á bóginn og sú leit leiðir okkur, merkilegt nokk, til næsta óþekkts þorps í hálftíma fjarlægð frá París. Auvers sur Oise heitir þorpið en þar búa nú um sex þúsund manns en töldu aðeins sextán hundruð þegar Van Gogh settist þar að.

Það var svo sem ekki á dagskránni hjá málaranum að draga sinn síðasta andardrátt í þessu þorpi. Van Gogh var skotinn til bana eins og frægt er orðið og lést því vel fyrir aldur fram og staurblankur líka.

Það sem hann sá við þorpið litla var þó ekki að Auvers sur Oise væri sérstaklega myndrænna en önnur þorp í Frakklandi. Öllu frekar að þessi staður var á þessum tíma, seint á nítjándu öld, sérstaklega „inn“ hjá þekktum listmálurum og öðrum minna þekktum fígúrum.

Hér dvöldu löngum stundum á þessum tíma listamenn á borð við Cézanne, Pissarro og Daubigny sem allir eru vel þekktir enn þann dag í dag. Plús vitaskuld Van Gogh sjálfur.

Hér er Van Gogh grafinn og merkilegt nokk bróðir hans, Theo van Gogh, líka hlið við hlið. Þær grafir hafa breytt þessu rólega þorpi í aðdráttarafl fyrir aðdáendur og nú má meira að segja skoða herbergi það sem Van Gogh leigði á sínum tíma. Það kostar auðvitað.

En plúsinn sá að yfir 60 málverk listamannsins voru máluð hér og þær byggingar og staðir vel merktir um allt. Fróðlegt stopp í stundarfjarlægð frá París.

[vc_empty_space height=“12px“][vc_basic_grid post_type=“post“ max_items=“9″ item=“basicGrid_SlideFromLeft“ grid_id=“vc_gid:1457864395793-8b8efc6e-773f-5″ taxonomies=“148″]