Skip to main content

V afalítið eru einhverjir aðdáendur Guðmundar Franklíns þarna úti sem finnst fátt dásamlegra en sjá blóðrauðar ár í stað hins eðlilega bláleita litar sem einkennir flestar ómengaðar ár heims. Þeir hinir sömu ættu að gera sér ferð til Andalúsíu og skoða hina einu sönnu Rauðá eða Rio Tinto á frummálinu.

Álfyrirtækið Rio Tinto dregur nafn sitt af á einni í Andalúsíu á Spáni. Á sem orðin er baneitruð fyrir löngu síðan…

Áin er blóð- eða koparrauð á litinn, eftir því hversu litblint fólk er, en það stafar af mikilli námavinnslu í og við árfarveginn um aldaraðir. Það hefur svo smitað út í ánna, sem á upptök sín í Morena fjöllum, að hún er rauð á litinn nánast alla leið til sjávar nálægt borginni Huelva.

Hér hefur verið grafið eftir málmum á borð við gulli, silfri og kopar auk annarra málma nánast allar götur síðan þrjú þúsund fyrir Krist af Föníkum og heimamönnum í Íberíu. Spænsk stjórnvöld tóku svo til við meiriháttar námuvinnslu árið 1724 og alþjóðafyrirtækið Rio Tinto, sem nú rekur álverið í Straumsvík, hóf fyrst starfsemi hér árið 1873.

Áin er mikið rannsökuð sökum lífvera sem í henni finnast og gera ána afar súra en fyrir meðalgúbbann trekkir hún að vegna litarins sem er sérstakur og kannski fullmikið sagt að sé beinlínis ljótur. Enda er til fjöldi fallegri ljósmynda af Rio Tinto í sínum fallega rauða búningi. En ekki láta ykkur detta til hugar að drekkja þorstanum í þessari ánni.

PS: álver Rio Tinto í Straumsvík við Hafnarfjörð hefur löngum verið í fararbroddi hvað mengun varðar á Íslandinu góða svo ljóst má vera að forráðamenn Rio Tinto hafa lært akkurat EKKI NEITT á 150 árum. Nema auðvitað að þeim sé sama um náttúru heimsins. Það verður þetta allt skiljanlegt.