Y firleitt þarf ekki mikið til að Írar taki gleði sína þrátt fyrir harða lífsbaráttu um ár og aldir. Oftast nægir einn Guinness eða Kilkenny eða svo og auðvitað hjálpar líka að eiga eftirminnilegustu ferðamannastaðina ár eftir ár.

Fortress Spike virkið á eynni Spike á suðurströnd Írlandi þykir bera af öðrum ferðamannastöðum þetta árið. Mynd filmcork

Þriðja árið í röð er ferðamannastaður á eyjunni grænu valinn sá eftirminnilegasti á Óskarsverðlaunahátíð ferðaþjónustuaðila, World Travel Awards. Að þessu sinni lítil eyja skammt frá borginni Cork á suðurströnd landsins.

Eyjan sú, Spike Island, er hvorki stór né sérstaklega fögur enda er aðdráttaraflið meira þær byggingar sem hér eru á eynni miðri. Nánar tiltekið gamalt og uppgert virki sem lengi vel var nýtt sem fangelsi svipað og gert var á Alcatraz-eyju við San Francisco. Fangelsið þótti hið illræmdasta á Írlandi öllu þegar það var og hét og var jafnframt það stærsta í veröldinni þegar Viktoríutíminn stóð sem hæst. Þetta ekki lengur fangelsi en byggingunum vel við haldið og áhugasamir geta prófað að eyða tíma í klefum virkisins meðan á heimsókn stendur.

Hingað er eðli máls samkvæmt aðeins fært með bátum og ferjum. Tvær til þrjár ferðir daglega frá bænum Cobh sem aftur er í 20 mínútna fjarlægð frá Cork. Túrinn tekur rúmar þrjár klukkustundir að lágmarki.

Ekki eru lengur beinar flugferðir til Cork héðan en frá Dublin tekur bíltúr hingað aðeins röskar tvær stundir.

Meira hér.