Í myndið ykkur eitt augnablik hversu mikið aðdráttarafl það hefði ef íbúar almennt í íslenskum smábæ klæddust reglulega þjóðbúningnum við dagsins amstur. Í Hollandi finnst einn slíkur bær.

Hress hjón í Volendam. Merkilega margir hér klæðast þjóðbúningnum daglega. Mynd Roel Whjinants

Hress hjón í Volendam. Merkilega margir hér klæðast þjóðbúningnum daglega. Mynd Roel Whjinants

Íslenskir þjóðbúningar kannski ekki hentugasti klæðnaðurinn svona hvers dags við leik og störf en hollenski þjóðbúningurinn er engu betri. Samt finnst ennþá fólk í bænum Volendam sem klæðist þeim búningi daginn út og inn.

Það er dálítið frábært að enn sé haldið í hið gamla í nútímalegum bæ og jafnvel enn betra að Volendam er aðeins spottakorn frá Amsterdam sé fólk á leið þangað. Auðvitað tonn að sjá og gera í Amsterdam en ef tími er aukreitis og þörf á að skoða eitthvað aðeins meira er óhætt að mæla með túr hingað. Picasso og Cezanne geta ekki haft rangt fyrir sér en báðir listamenn sóttu hingað reglulega meðan þeir lifðu.

Kannski tengist það líka þeirri mýtu Hollendinga að fallegasta fólkið í landinu finnist í Volendam. Þó fólk hér sé ófeimið við að koma því á framfæri með góðlátlegum hætti tengist það sennilega meira vinsælum slagara frá fyrri árum en að fegurðargenin séu hér betri en annars staðar.

Hingað er komist með strætisvögnum frá aðalstöðinni í Amsterdam. Leitið uppi vagna frá ESB eða Arriva fyrirtækjunum. Svokallaður Waterland miði gefur tækifæri til að hoppa af og á allan daginn. Miðar kosta frá 1.200 krónum og uppúr.

[alert type=secondary]Góð hugmynd er að leigja reiðhjól og taka með í vagnana og njóta þess svo að hjóla um Waterland, sem Volendam er hluti af, og njóta hollrar hreyfingar í viðbót við forvitnilega hluti.[/alert]