Skip to main content

U m aldaraðir trúðu ofstækis- og kaþólskir menn því að klettaskaginn Cabo Fisterra á vesturströnd Spánar væri endi veraldar og ekkert tæki við í framhaldinu nema dauðinn einn og Svarta hafið eins og Rómverjar kölluðu Atlantshafið lengi vel.

Þessi fallegi skagi er lokapunktur margra þeirra pílagríma sem ganga Jakobsveginn. Hann hefur líka verið vot gröf fjölmargra skipa gegnum tíðina.

Þessi fallegi skagi er lokapunktur margra þeirra pílagríma sem ganga Jakobsveginn. Hann hefur líka verið vot gröf fjölmargra skipa gegnum tíðina.

Þetta reyndist svo hvorki vera heimsendir né vestasti punktur Evrópu þegar fram liðu stundir. Ekki fyrr komu nákvæmari mælitæki fram en portúgalski skaginn Cabo da Rocha hirti síðarnefnda titilinn umsvifalaust.

Engu að síður hefur Cabo Fisterra, Finisterre, í um 90 kílómetra fjarlægð frá borginni Santiago de Compostela í Galisíu á Spáni orðið að endapunkti margra þeirra pílagríma sem leggja á sig að þramma Jakobsveginn. Þeir láta margir ekki duga að ljúka förinni í Santiago heldur spenna skóna á sig að nýju og þramma viðstöðulaust beint til vitans á Cabo Fisterra þar sem sá siður hefur komist á að menn brenni föt sín og skó og með því ljúki för sinni með táknrænum hætti.

Þessi strönd Spánar er ein sú ægilegasta í landinu enda klettótt mjög á köflum en þar eru líka fagrar og fínar strendur og sannarlega góður staður til að njóta hins spænska sumars. Að mörgu leyti betra en á vinsælli ströndunum austan og sunnan því hér er veðurfarið aðeins mildara, alltaf ferskur andvari frá hafi, sólin ber fólk ekki niður á fimm mínútum og töluvert meira að sjá og skoða en almennt á vinsælli ströndum Spánar.