Séu einhverjir á ferð um Portúgal í janúar eru til verri hlutir en planta sér dag eða svo í bænum Santa Maria da Feira í Aveiro en 20. janúar ár hvert fer þar fram lítil en krúttleg brauðhattahátíð.

Brauð skal baka og bera á höfði í smábænum Santa Maria da Feira í Portúgal. Mynd visitpt

Brauð skal baka og bera á höfði í smábænum Santa Maria da Feira í Portúgal. Mynd visitpt

Sú lýsir sér í að allt unga fólkið í bænum og héraðinu í kring klæðist hvítu og bera kökur og brauð af ýmsum tegundum í sérstökum körfum sem þau bera á höfði sínu. Kallast körfurnar Fogaceiras sem skýrir nafn hátíðarinnar sem er Festa das Fogaceiras.

Hugmyndina má rekja aftur til átjándu aldar þegar íbúar bæjarins glímdu við hungursneyð sökum umsáturs um héraðið. Ekkert ómissandi en smábæjarhátíðir þar sem bæjarbúar eru fleiri en ferðamenn eru velflestar þess virði. Allt um málið hér.