Djúpir og langir firðir eru hluti af landslagi margra landa og þeir allra dýpstu og glæsilegustu eins og til dæmis flestir norsku firðirnir vekja aðdáun og áhuga víða um heim. Það skýtur því dálítið skökku við að sú þjóð með hvað lengsta strandlengju nokkurs ríkis í veröldinni býr aðeins yfir einum flóa sem er það langur og djúpur að geta flokkast sem fjörður.

Eini "fjörðurinn" sem Brasilía getuð státað af. Saca de Mamanguá. Mynd Leonorms.

Eini „fjörðurinn“ sem Brasilía getuð státað af. Saca de Mamanguá. Mynd Leonorms.

Við erum að tala um Brasilíu og Saco de Mamanguá.

Það heitir þessi eini fjörður í öllu þessu risastóra landi og er náttúruperla af guðs náð og það að stórum hluta sökum þess að hingað er ekkert svo auðveldlega komist. Engir vegir liggja hingað og helst er hér á ferð útivistarfólk sem kemur sjóleiðina frá bænum Paraty Mirim sem er lítill strandbær sem telst til borgarinnar Paraty sem lengra er frá.

Að þeim frátöldum auk stöku milljarðamæringa sem hér hafa reist sér villur má labba lengi um án þess að rekast á nokkurn mann. Sem er afar sérstakt á strandsvæði Brasilíu.