Þ ær eru hreint ekki margar eyjurnar við Spán sem þú getur leigt í heilu lagi og notið lífsins eins og Palli sem var einn í heiminum ef svo ber undir. Það er allavega ein slík til.

Eina spænska eyjan sem er að fullu í einkaeigu er aðeins örskammt frá Ibiza.

Eina spænska eyjan sem er að fullu í einkaeigu er aðeins örskammt frá Ibiza.

Tagomago eyju hafa líklega ekki margir heyrt talað um en sú er ein nokkurra smáeyja í grennd við Ibiza. Ólíkt öðrum eyjum svæðisins er Tagomago sú eina sem er að fullu í einkaeigu.

Vellauðugur Spánverji keypti Tagomago fyrir margt löngu og hefur undanfarin ár verið að leigja hana út til samkvæma og mannfagnaða.

Leigan reyndar ekki alveg á færi Jóns og Gunnu úr Breiðholtinu. Þó opinber verðskrá sé ekki til er talið að ekki kosti minna en um tíu milljónir íslenskra króna að leigja plássið í þrjár nætur. Það er lágmarks leigutíminn.

Á eynni eru tvær byggingar. Annars vegar stórt og íbúðarmikið íbúðarhús með svefnplássi fyrir tíu manns. Hins vegar fallegt uppgert vitahús sem gegnir líka hlutverki vínstofu.

Svo hafa leigutakar til afnota eina tvo hraðbáta og ýmis konar leiktæki önnur til að stytta stundirnar. En á svona stað er kannski engin ástæða til að stytta stundir heldur þvert á móti.

Tagomago – Private Island in Ibiza from My Private Villas on Vimeo.