Skip to main content

Á rið 1997 náði bandaríska kvikmyndin Matchmaker töluverðum vinsældum og vakti mikla athygli á litlum bæ á Írlandi þar sem sérstök árleg stefnumótahátíð fyrir einhleypa fór fram. Bærinn í kvikmyndinni er ekki til í raun en það er engu að síður smábær í landinu sem er orðinn mjög þekktur og fjölsóttur fyrir einhleypa sem vilja finna ástina.

Sextíu þúsund einhleypir einstaklingar safnast saman í smábæ á Írlandi ár hvert í september.

Sextíu þúsund einhleypir einstaklingar safnast saman í smábæ á Írlandi ár hvert í september.

Stefnumótahátíðin í bænum Lisdoonvarna er orðin alþjóðlegur viðburður sem trekkir að þúsundir einhleypra einstaklinga sem vilja finna ástina. Eða kannski bara lyfta sér upp í írskum smábæ.

Bærinn er allnokkuð krummaskuð en það er líka hluti af því sem heillandi þykir. Þarna búa um 800 manns og þeir þurfa að kljást við allt að 60 þúsund ferðamenn í septembermánuði hvert  ár þegar Lisdoonvarna Matchmaking Festival fer fram. Fullyrða írsk ferðamálayfirvöld að um stærsta slíkan viðburð í heimi sé að ræða.

Það er þó ekki svo að um tilbúna hátíð sé að ræða. Hér hefur verið stefnumótahátíð um aldaraðir og hingað komu einhleypir bændur í tugatali áður fyrr þegar heyskapnum lauk til að finna sér eiginkonu fyrr á árum og öldum. Óvitlaust að heimsækja ef allt annað bregst og gildir auðvitað um bæði kyn 🙂

Meira hér.