Skip to main content

F immtíu og þrír er lykilorðið þitt að ódýrustu flugferðum sem völ er á. Það er að segja fimmtíu og þrír dagar.

Lukkutalan 53 ef þú vilt tryggja þér flug á lægsta verði. Skjáskot

Lukkutalan 53 ef þú vilt tryggja þér flug á lægsta verði. Skjáskot

Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar flugleitarvefsins Momondo. Almennt finnst lægsta verð á flugi 53 dögum fyrir brottför og það staðist að mestu síðustu tólf mánuði.

Það er ekki lítill sparnaður sem 53 daga reglan tryggir fólki og þar sem úttekt Dananna byggir á yfir milljarði ferða sem hafa verið í boði síðustu mánuði og misseri er óhætt að taka mark á. Verðmunur á flugferðum með þeim fyrirvara og svo að kaupa flug daginn áður en haldið er af stað nemur að meðaltali 26 prósentum eða fjórðungi. Á mannamáli þýðir þetta að flug sem kostar 60 þúsund krónur daginn fyrir brottför kostaði 44.400 krónur með fyrrnefndum fyrirvara.

Inni í tölum Momondo eru bæði flugfargjöld hefðbundinna flugfélaga sem og lággjaldaflugfélaga og yfir eitt hundrað áfangastaðir teknir inn í dæmið.

Í ljós kom líka að dýrast er að fljúga í hádeginu en ódýrast á kvöldin. Þá er ódýrast að fljúga á þriðjudögum og dýrast á laugardögum en verðmunur almennt þó ekki meiri en tólf prósent.