Ef þú setur ekki fyrir þig að hinkra í Gatwick stundarkorn á út- og heimleið er einfalt að detta í hreint ágætan ferðapakka til Tenerife í maí eða júní fyrir svo lítið sem 160 þúsund krónur á par eða hjón.

Los Abrigos er við syðri flugvöll Tenerife skammt frá Los Cristianos.

Los Abrigos er við syðri flugvöll Tenerife skammt frá Los Cristianos.

Breska ferðaskrifstofan Cordial Holidays er að bjóða fram að mánaðarmótum flug plús vikudvöl við Los Abrigos á Tenerife á fjögurra stjörnu hóteli með hálfu fæði og öllum drykkjum. Pakkinn atarna gildir á dagsetningum í maí og byrjun júní og kostar parið frá Bretlandi heilar 105 þúsund krónur plús klink til eða frá miðað við miðgengi dagsins.

Þá á aðeins eftir að skottast í flug til Englands og heim aftur og á þessum tíma eru bæði Wow Air og easyJet að bjóða flug niður fyrir 25 þúsund á mann báðar leiðir. Alls 50 kall á parið plús þá farangursgjald ef við á.

Leggjum nú saman að hætti góðra stærðfræðinga og þá rúllar þessi ferð gróflega upp í 160 þúsund krónur eða rúmlega ellefu þúsund krónu kostnað á mann per dag. Það er fantagott verð á ágætu hóteli með hálfu fæði og öllum drykkjum.

Allt um þetta hér en hringja þarf til að bóka.