Skip to main content

Það vita þeir sem álpast hafa um smærri bæjarfélög í Katalóníu á Spáni að á stundum eru viðtökurnar gagnvart ferðafólki allt annað en yndislegar.

Einn af fjölmörgum fallegum smábæjum Katalóníu er Vilafranca en þar opnar ekkert sadómasó hótel eins og ráðgert var. Mynd cuxaro

Einn af fjölmörgum fallegum smábæjum Castellón er Vilafranca en þar opnar ekkert sadómasó hótel eins og ráðgert var. Mynd cuxaro

Að þessu komst líka spænskur athafnamaður sem hugðist opna nýtt og allsérstakt hótel í fjallaþorpinu Vilafranca í um 80 kílómetra fjarlægð frá Valencíu.

Sá ætlaði sér stóra hluti með því að opna fyrsta opinbera sadómasó hótelið í landinu og fannst ódýrt og lítið hótel í Vilafranca tilvalið í málið.

Sadómasókismi er heiti yfir þá sem vilja öðruvísi kynlíf/erótók þar sem drottnun, undirgefni og sársauki kemur oft við sögu. Slíkt hefur komist meira í sviðsljósið en venjulega eftir að bókin 50 gráir skuggar náði miklum vinsældum um heim allan.

En ekki fyrr höfðu bæjarbúar veður af opnun hótelsins fyrr en bæjarráð og fjöldi bæjarbúa tók til sinna ráða og fengu því til leiðar að hótelið mun ekki opna á þessum stað. Það verður því enn nokkur bið eftir sérstöku sadómasó-hóteli á Spáni.