Smábærinn Provo í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur náð töluverðri hylli fyrir árlegt jólasveinahlaup sitt sem nú fer fram þann 26. nóvember. Þá er hlaupið sem fætur toga um bæinn í fimm kílómetra löngu kapphlaupi en það nýstárlega er að allir þátttakendur verða að vera klæddir sem Jólasveinninn.
Engin alvara er hér á ferð og hlaupið aðeins til skemmtunar en engu að síður þykir þetta forvitnilegt. Útgáfurnar af búningum eru misjafnar og í góðu lagi er að svindla. Þá er víða á leiðinni boðið upp á mjólk og kökur.
Í kjölfar hlaupsins hefst svo formlega vetrarhátíð bæjarins með skrúðgöngum og herlegheitum. Heimasíðan hér.



