Stundum þarf ekki merkilega hluti til að vekja athygli ferðafólks. Ekki fyrr höfðu yfirvöld í Berlín tilkynnt um það sem sennilega er fyrsti sérstaki grafreiturinn fyrir lesbíur en fólk tók að drífa að.
Það þrátt fyrir að fátt beri markvert fyrir augu enda ákvörðunin um að helga skika gamals kirkjugarðs í borginni til handa lesbíum og engum öðrum nýtilkomin. Um er að ræða landskika innan Georgien kirkjugarðsins sem stendur á besta stað í Mitte hverfinu ekki ýkja langt frá Alexanderplatz.
Kirkjugarðar eru annars oft merkilega vinsælir heimsóknar bæði meðal heimamanna en ekki síður aðkomufólks og ekki skemmir ef frægir liggja þar hinstu hvílu.
Það er þó einhver stund í það í lesbíugrafreitnum í Berlín en sjálfsagt bærilegur göngutúr fyrir þá sem séð hafa allt sem borgin hefur upp á að bjóða. Sem er fjölmargt eins og lesa má um í vegvísi Fararheill um Berlín.