Skip to main content

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi í júlí á næsta ári. Tími til að setjast niður með betri helmingnum og segja henni, eða honum, að breyting verði á sumarleyfisplönum 2016.

Húrra fyrir landsliðinu. Frakkland bíður.

Húrra fyrir landsliðinu. Frakkland bíður.

Eins og aðdáendur vita er þetta í fyrsta skipti í sögu íslenskrar knattspyrnu sem landsliðið kemst á stórmót og er liðið allt og ekki síður jarðbundnir þjálfararnir vel að þessu komnir.

Það er extra plús hversu gaman er að heimsækja Frakkland og leikir á EM fara ekki fram í neinum krummaskuðum. Lyon, Bordeaux, Lille, París, Marseille, Saint-Denis, Lens, Toulouse og Saint Etienne bjóða aðdáendur bestu landsliða Evrópu velkomna og engin þessara borga þykir óspennandi á neinn hátt.

Nú er aðeins að bíða fram í desember til að fá andstæðinga Íslands á hreint og ekki síður hvar Ísland leikur fyrstu leiki sína.

Til hamingju allir!