S tærsta, mesta og í huga margra fallegasta herskip heims um tíma var hið sænska Vasa sem tók sænska smiði tvö ár að hamra saman árið 1626. Átti það að sýna umheiminum en ekki síst andstæðingum Svía að þeir væru nú engir aukvisar þegar kom að smíði hertóla á heimsmælikvarða.

Vasabrot. Herskipið Vasa trekkir mest allra safna í Skandinavíu. Mynd Solis Invicti

Vasabrot. Herskipið Vasa trekkir mest allra safna í Skandinavíu. Mynd Solis Invicti

En flýtir við sjósetningu olli því að þetta gríðarmikla fley sökk til botns fyrir framan þúsundir áhorfenda án þess nokkurn tíma að komast úr höfninni og hvað þá í orrustu.

Hundruðum ára síðar var flakinu lyft af botni hafnarinnar í Stokkhólmi og það gert upp í sinni upprunarlegu mynd með miklum tilkostnaði. Ekki nóg með það heldur var heilt safnahús smíðað á staðnum kringum skipið.

Vasa-safnið, Vasa museet,  er nú það vinsælasta meðal ferðamanna í allri Skandinavíu. Ekki að furða enda skipið gríðarlega stórt og reyndar stærra en safnið sem byggt var um það. Afar áhugavert safn að heimsækja ef Stokkhólmur er á dagskránni.