Þ að kann að vera að okkur skjátlist en við vitum ekki um neinn annan stað á jarðríki þar sem ræktaður er vínviður og framleidd mjög frambærileg vín nánast í hreinni eldfjallaösku en á smáeyjunni Pico sem er hluti af Azoreyjum.

Hæsti tindur Atlantshafsins er Ponta do Pico á eyjunni Pico. Mynd Marco Derksen

Hæsti tindur Atlantshafsins er Ponta do Pico á eyjunni Pico. Mynd Marco Derksen

Ok, kannski ekki alveg eldfjallaösku enda langt síðan Azoreyjur risu úr sæ á miðju Atlantshafinu. En svo gott sem í þessu tilfelli.

Picoeyja er strangt til tekið ekki annað en hæsta fjall Portúgal, 2.351 metri, og hæsta fjall á Mið-Atlantshafshryggnum, sem er sami hryggur og skaut Íslandi upp á yfirborðið á sínum tíma.

Það þarf ekki að grafa langt á Pico til að koma niður á jarðlög frá þeim tíma sem eyjurnar allar risu úr sæ og þess vegna að hluta til rétt að vínviðurinn er ræktaður að hluta í gamalli gjósku. Og merkilegt nokk, eru vínin frá Pico, sem að meirihluta eru ræktuð í hlíðum Picofjalls, albestu vín sem ræktuð eru á Azoreyjum.

Það getur ekki aðeins ritstjórn Fararheill vottað eftir allnokkrar prufur frá öllum eyjunum sem framleiða vín heldur og er það nokkuð samdóma álit eyjaskeggja sjálfra. Vín er framleitt í einhverju magni á fjórum af þeim níu eyjum sem saman kallast Azoreyjur.

Hvers vegna erum við að tala sérstaklega um þetta?

Það er jú góð vín að finna nánast alls staðar í heiminum. En enginn annar staðar í heiminum býr við sömu veðurskilyrði og Azoreyjar. Hér fer hitastig nánast aldrei undir fimmtán stig á ársgrundvelli en sökum smæðar eyjanna blæs nokkuð reglulega og hér rignir reglulega líka. Það er nálægt því að vera hundrap prósent kjöraðstæður fyrir vínvið. Það skilar sér í vínum sem eru bæði góð og sérstök um leið 🙂