Bærinn Viljandi er mitt á milli Pärnu í suðri og Tartu í norðri í Eistlandi og ágætur staður hálfan dag eða svo sé fólk á ferð á milli. Bærinn sjálfur alls ekki ómissandi og státar ekki af miklum menningarverðmætum en staðsetningin er fín á hæð yfir lítið vatn og náttúrufegurð töluverð.

Helsta aðdráttaraflið er vatnsturn bæjarins sem var sá fyrsti sem reistur var í landinu. Sá er 30 metra hár en sinnir ekki lengur frumhlutverki sínu heldur er búið að breyta honum í útsýnisturn. Þaðan er fínt útsýni yfir bæinn og vatnið.

Að öðru leyti er ekki margt í Viljandi sem hægt er að skrifa um heim. Víst er Kirkja heilags Jóhannesar myndarleg og rústir miðaldakastala heilla einhverja. Það er þó vafalítið Viljandi vatn sem dregur flesta að á sólríkum dögum en þá synda menn í vatninu og sóla sig eins og þeir eigi lífið að leysa.

Ekki langt frá bænum er þjóðgarðurinn Soomaa sem er afar vinsæll hjá vatnafólki enda í raun ein risastór mýri. Margs konar afþreyingu má þar fá og finna og dýralíf fjölskrúðugt en hafa skal í huga að flóð verða hér nánast á hverju ári.

View Larger Map

[vc_facebook type=“standard“ el_position=“first“] [vc_gmaps title=“RATVÍSI“ link=“https://www.google.com/maps/ms?msid=207098679894180417098.0004deab3f3f79b930f82&msa=0&ll=58.367606,25.595055&spn=0.048887,0.169086″ size=“250″ type=“m“ zoom=“14″] [vc_flickr title=“MYNDIR“ flickr_id=“83034396@N00″ count=“9″ type=“group“ display=“latest“] [vc_tweetmeme type=“horizontal“ el_position=“last“]