Skip to main content
Tíðindi

Týndar töskur kosta 450 milljarða króna

  12/03/2009október 24th, 2021No Comments

Svissneska ráðgjafarfyrirtækið SITA áætlar að flugfélög tapi hvorki meira né minna en 450 milljörðum króna árlega á týndum töskum!

Það er svívirðilegur peningur í bransa sem er að skera allt niður sem hægt er að skera en ekkert flugfélagið virðist vera að finna lausn á þessu og bæta þannig þjónustu við viðskiptavini í stað þess að draga úr annarri þjónustu.

Áætla þeir að 1100 krónur kosti að skila hverri þeirri tösku sem send er á rangan áfangastað og slíkt gerist oftar en menn hafa tölu á. Þá er ótalinn sá kostnaður sem flugfélögin verða fyrir þegar taska týnist endanlega en fyrir slíku eru þau þó að einhverju leyti tryggð.