Skip to main content
A llir matgæðingar vita hvað trufflur eru. Það ljúffengir matsveppir sem gjarnan eru aðeins notaðir í dýrindis rétti hér og þar um heiminn enda magnið takmarkað á ári hverju og kílóið kostar hönd, fót og drjúgan skilding að auki.

Sitthvað spennandi í þessum smábæ í september ár hvert.

Þó trufflur vaxi villt hist og her um heiminn eru franskar trufflur hvað þekktastar en ítalskar trufflur ekki þar langt á eftir. Trufflur skiptast gjarnan í tvær tegundir helstar: dökkar og hvítar. En svo merkilega vill til að opinber trufflubær Evrópu finnst hvorki í Frans né á Ítalíu. Það þarf til Króatíu til að finna hann.

Buzet heitir bærinn og þú líklega ekki heyrt um þann ágæta stað. Skiljanlegt enda tiltölulega lítill og afskekktur líka á króatískan mælikvarða. En bærinn státar af einhverjum frjósömustu lendunum fyrir trufflur undir sólinni og þar fagna menn uppskeruhátíð árlega í september með hreint ágætri hátíð.

Sú hátíðin gengur undir nafninu Subotina og heil helgi tekin í fögnuð og skemmtun að hætti heimafólks. Hent í stærstu truffluböku heims til að byrja með svona áður en íbúar bregða sér í aldna þjóðbúninga svæðisins og njóta ýmissa viðburða linnulaust um þriggja daga skeið.

Afbragðs stopp og skemmtun ef þú spyrð okkur hér. Svo státar bærinn sig af því að vera nokkurs konar mekka jaðaríþrótta í Króatíu svona ef þér leiðast trufflur…