Skip to main content

Þeir sem til Sardiníu hafa komið eru velflestir á einu máli að þar sé hreint dásamlegt að vera og lifa. Eyjaskeggjar geðgóðir og vinalegir og að frátaldri höfuðborginni Cagliari verður hvergi vart við neitt stress eða streð.

Þó Sardinía sé vinsæll ferðamannastaður fer fjarri að þar sé einhver fjöldatúrismi sem oft vill skemma dásamlega staði.

Þó Sardinía sé vinsæll ferðamannastaður fer fjarri að þar sé einhver fjöldatúrismi sem oft vill skemma dásamlega staði.

Þó ekki sé komist beint til þessarar ítölsku eyju frá Íslandi eru margar leiðir þangað engu að síður og margar hverjar hlægilega ódýrar. Allnokkur lággjaldaflugfélög bjóða þangað ferðir daglega frá helstu borgum og sum þeirra jafnvel sérstaka ferðapakka.

Eitt þeirra er þýska Airberlin en ferðaskrifstofa þess flugfélags er með æði fína og ódýra ferð til Arbatax á austurströnd Sardiníu þetta haustið en í boði er að fljúga frá allmörgum flugvöllum í Þýskalandi. Þar á meðal frá Berlín, Dusseldorf, Frankfurt eða Stuttgart en til þeirra allra er beint flug héðan. Reyndar hrædódýrt líka þessa stundina nýti fólk sér tilboðsverð á flugi sem Wow Air hefur verið að bjóða undanfarið eða rúmlega tíu þúsund krónur aðra leiðina.

Tilboð Airberlin hljóðar upp á flug og gistingu í vikutíma á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði auk ferða til og frá flugvelli fyrir allt niður í 69 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Hægt er að bæta við hálfu fæði, fullu fæði eða öllu inniföldu fyrir hærri upphæðir kjósi fólk svo.

Allt um þetta hér.