S eint verður sagt að Bretar séu ýkja eðlilegt fólk. Klúðruðu niður heimsyfirráðum á sléttum fimm mínútum í denn tíð, létu gamla kerlingartuðru rífa hjartað úr verkalýðnum á fjórum mínútum og standa einir og yfirgefnir eftir Brexit. Og já, þetta líka eina þjóð Evrópu sem leyfir fólki að klæða sig upp sem SS-hermenn Þýskalands og spássera um í sveitum landsins til gamans.
Í bæði Frakklandi og Þýskalandi fær fólk fangelsisdóm fyrir að neita Helförinni fyrir 80 árum. Í Belgíu, Austurríki og Hollandi er strangur fangelsisdómur við að eiga eða safna munum nasista eða sýna slíka muni utandyra. Látum vera að minnast á Pólland þar sem múgur fólks tekur þig niður í grænum hvelli ef þér dettur í hug að spássera um í nasistaklæðum.
En stórmerkilegt nokk, þá er eitt land allavega, þar sem fólk getur frjálst um höfuð strokið í þýskum herklæðum og þar með töldum fatnaði hinna viðbjóðslegu SS-sveita: Bretland.
Jamm, við sögðum ykkur að Bretar væru skrýtnir!
Hvergi er þó skrýtnara að vera en í smábænum Paddock Woods í þriggja stunda fjarlægð frá London þegar þar fer fram War & Peace Revival hátíðin ár hvert seint í júlímánuði. Sú hátíð er eingöngu ætluð fólki sem elskar Seinni heimsstyrjöldina og vill upplifa á eigin skinni hvað sá viðbjóður var.
Enskar hersveitir, bandarískar, indverskar og auðvitað þýskar á svæðinu. Fjöldi farartækja úr þeirri styrjöldinni, tjöld, vopn og allt annað sem tilheyrði þeim tíma svona í og með bjórdrykkju út í eitt. Hápunktur hátíðarinnar? Jú, mikilvægur bardagi bandamanna og Þjóðverja og allt leikið út í æsar með alvöru vopnum en þó með gerviskot.
Allt eðlilegt hér. Klárlega margir með áhuga á stríði og ekki síst Heimsstyrjöldunum tveimur. En fyrr má nú aldeilis fyrrvera!!!