Skip to main content

E f einhver finnur sig á næstunni í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna er ekki úr vegi að benda þeim er áhuga hafa að fara á þrjá af veitingastöðum borgarinnar sem viðhalda vinsældum gegnum þykkt og þunnt.

Miðborg Seattle er kjaftfull af góðum veitingastöðum. Mynd Frankfarm

Miðborg Seattle er kjaftfull af góðum veitingastöðum. Mynd Frankfarm

Lítið fer fyrir tveimur þeirra og heimamenn vilja halda þeim út af fyrir sig en sá þriðji er orðinn af stofnun sem viðheldur vinsældum sínum ár eftir ár. Í öllu falli er á öllum að fá frábæran mat, frábæra þjónustu og á verði sem íslensk krónuveski ráða þokkalega við samkvæmt okkar reynslu.

Tamarind Tree er ótrúlega vinsæll staður miðað við hversu lítið fer fyrir honum og fáir sem þar labba framhjá dettur í hug að þar sé einn sá allra vinsælasti í borginni. Hann er það engu að síður og fær toppeinkunnir fyrir mat og þjónustu og ekki verra að maturinn er í ódýrari kantinum. Á heimasíðu staðarins er hægt að panta borð og skoða það sem í boði er.

Maximilien er staðsettur við Pike markaðinn og því í ferðamannaleið. Fínt útsýni er þaðan yfir Pugent sund og mannlífið almennt við ströndina. Maturinn þykir fyrsta flokks og fyrir 19 á kvöldin er ávallt happy hour. Maturinn reyndar aðeins í dýrari kantinum eins og sjá má hér en þess virði.

Kingfish Café er fjölskyldustaður með áherslur á rétti frá Louisiana og Mississippi svæðinu. Vel kryddaðir réttir og gott úrval fisk- og kjötrétta. Stórgóður matur og verðið almennt undir meðaltali. Matseðillinn hér.