Skip to main content

Þ að getur vart verið slæm hugmynd að heimsækja og berja augum þann stað í veröldinni sem varð upphaf búddatrúar sem sögð er vera iðkuð af allt að fimm hundruð milljónum manna um víða veröld.Mahabodha

Sá mæti staður er Mahabodha musterið í bænum Bohdgaya í Gaya í Bihar fylki á Indlandi en þar á ungur indverskur prins að hafa fengið nóg af illsku heimsins og viljað finna leiðir til að binda enda á illvirki mannanna. Hann settist því niður við bakka Falgu árinnar við fíkjutré eitt og hugleiddi í þrjá daga og þrjár nætur. Í kjölfar þess varð hann fyrir hugljómun og „vaknaði“ eins og það er kallað.

Ekki fann hann neinar lausnir á illsku heimsins né heldur allir þeir búddar sem á eftir hafa komið en staðurinn er vitaskuld helgur meðal búddista og musterið sem byggt var á þeim stað sem ungi prinsinn á að hafa íhugað er æði fallegt og afar sérstakt fyrir slík musteri. Það er fyrir alllöngu komið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Bærinn Bodhgaya býr yfir fleiri musterum en þessu en að auki má hér finna fjöldann allan af búddaskólum og lærdómsmiðstöðvum hvers konar í fræðunum fyrir fróðleiksfúsa.


View Mahabodhi musterið á Indlandi in a larger map