Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Hin síðari ár, áratugi og jafnvel aldir hefur aldrei verið mikill skortur á góðum kaffihúsum í Vínarborg. Slík eru hér í hundraðatali og æði mörg þeirra komin vel til ára sinna. Tvö slík sérstaklega eru heimsóknar virði og ekki aðeins fyrir tilþrifamikil húsakynni heldur og fyrir fróðlega sögu. Staðirnir tveir eru Café Central við Herrengasse … Continue reading »

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Í öðrum enda hins stóra og yndislega borgargarðs Prater í Vínarborg í Austurríki gefur að líta byggingu sem stingur mjög í stúf við allt annað hér í kring. Um er að ræða hringlaga appelsínugulan hnött með gluggum og rammgerð vírgirðing allt í kring sem lokar fyrir aðgang að þessu undarlega fyrirbæri. Þetta er Kugelmugel lýðveldið … Continue reading »

Hvernig hljómar aðventuferð fyrir ellefu þúsund krónur?

Hvernig hljómar aðventuferð fyrir ellefu þúsund krónur?

Fátt unaðslegra en njóta aðventustemmningar í gömlum evrópskum borgum. Það vita margir enda eru velflestar aðventuferðir innlendra ferðaskrifstofa orðnar uppseldar eða komnar langleiðina. En hvernig hljómar að njóta aðventunnar í einni fegurstu borg Evrópu fyrir heilar ELLEFU ÞÚSUND KRÓNUR? Allnokkrar ferðaskrifstofur bjóða okkur aðventuferðir til Evrópu. Þær oftar en ekki þriggja til fjögurra nátta túrar … Continue reading »

Fram og aftur til Vínarborgar fyrir skitinn 20 þúsund kall!!!

Fram og aftur til Vínarborgar fyrir skitinn 20 þúsund kall!!!

Flest þurfum við upplyftingu reglulega enda lífið töluvert flókið og erfitt fyrir okkur flest sem ekki erum hluti af Engeyjarættinni. Sama liði og þarf aðeins að greiða klink í skatta fyrir milljarða sína. Þá er fátt betra en gleyma viðbjóðnum, kveðja ófarsæla Frón stundarkorn og það fyrir klink og kanil 🙂 Óvíst hversu margir gera … Continue reading »

Miðborg Vínar senn af heimsminjaskrá

Miðborg Vínar senn af heimsminjaskrá

Alltaf kostulegt að heimsækja Vínarborg og vitna hversu ótrúlega vel heimamönnum hefur tekist að varðveita gamalt og gott. Allur miðbær borgarinnar er ekkert annað en eitt ómissandi safn. Um það má meðal annars lesa í vegvísi okkar um Vínarborg en engum sem heimsækir borgina og þekkir mun á gömlu niðurníddu drasli og tímalausri fegurð ætti … Continue reading »

Helstu jólamarkaðir Evrópu

Helstu jólamarkaðir Evrópu

Heims um ból, helg eru jól og kaupmenn gleðjast. Það er þessi tími ársins aftur sem annaðhvort vekur gleði og kátínu í björtum hjörtum eða andvarpi hjá flestum þeim er komnir eru yfir tvítugsaldurinn. Stemmningu á jólamörkuðum í Evrópu verður illa lýst en hún er yfirleitt afar góð. Frónbúar hafa aldrei átt þess kost að … Continue reading »
Uppselt á Eurovision í Vínarborg

Uppselt á Eurovision í Vínarborg

Miðar á úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer í Vínarborg eru uppseldir með öllu en áhugasamir eiga enn möguleika að verða sér úti um aðgang að undanúrslitakvöldum keppninnar. Þetta má sjá á opinberum vef keppninnar en allra ódýrasti miðinn úrslitakvöldið 23. maí kostaði litlar átta þúsund krónur og sá dýrasti um 45 þúsund krónur. Töluvert … Continue reading »

Hingað langar okkur en komumst ekki beint

En kannski er enn meira sem má lesa út úr þeim áfangastöðum sem mest er að leitað og EKKI eru í boði í beinu flugi frá Íslandi. Hvert langar landann en kemst ekki vandræðalaust?