Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Ætli það séu ekki sirkabát þrjár leiðir til að kynna sér vel vínmenningu erlendis. A) kaupa glas eftir glas á næsta bar og enda blönk, full og vitlaus úti í stræti, B) fara sérstakar vínferðir og eyða miklum tíma að kynna sér fáar tegundir eða C) mæta á staðinn þegar uppskeruhátíðir fara fram. Ritstjórn persónulega … Continue reading »

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Það þarf snert af ævintýramennsku í blóðinu til að velja Moldóvu, eða Moldavíu, sem næsta áfangastað erlendis á kostnað enn einnar sólarferðar til Tenerife. En þrátt fyrir einhverja mestu fátækt í Evrópu er margt þar hreint kostulegt. Til dæmis lengsti vínkjallari heims. Langlengsti! Það gæti kætt drykkfellda Íslendinga en ekki síður hina sem kunna sér … Continue reading »

Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Hin síðari ár, áratugi og jafnvel aldir hefur aldrei verið mikill skortur á góðum kaffihúsum í Vínarborg. Slík eru hér í hundraðatali og æði mörg þeirra komin vel til ára sinna. Tvö slík sérstaklega eru heimsóknar virði og ekki aðeins fyrir tilþrifamikil húsakynni heldur og fyrir fróðlega sögu. Staðirnir tveir eru Café Central við Herrengasse … Continue reading »

Nú hægt að heimsækja Vín án þess að fara í sóttkví

Nú hægt að heimsækja Vín án þess að fara í sóttkví

Í Austurríki hugsa menn í lausnum. Alþjóðaflugvöllurinn í Vín hefur tekið í notkun tæki sem skima gesti fyrir Covid-19 vírusnum en niðurstöður fást á aðeins tveimur klukkustundum. Sé prófið neikvætt er frjáls för heimil án þess að gestir þurfi að fara í sóttkví. Okkur vitandi fyrsti flugvöllurinn í Evrópu sem býður slíkt en víðast hvar … Continue reading »

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Í öðrum enda hins stóra og yndislega borgargarðs Prater í Vínarborg í Austurríki gefur að líta byggingu sem stingur mjög í stúf við allt annað hér í kring. Um er að ræða hringlaga appelsínugulan hnött með gluggum og rammgerð vírgirðing allt í kring sem lokar fyrir aðgang að þessu undarlega fyrirbæri. Þetta er Kugelmugel lýðveldið … Continue reading »

Hvernig hljómar aðventuferð fyrir ellefu þúsund krónur?

Hvernig hljómar aðventuferð fyrir ellefu þúsund krónur?

Fátt unaðslegra en njóta aðventustemmningar í gömlum evrópskum borgum. Það vita margir enda eru velflestar aðventuferðir innlendra ferðaskrifstofa orðnar uppseldar eða komnar langleiðina. En hvernig hljómar að njóta aðventunnar í einni fegurstu borg Evrópu fyrir heilar ELLEFU ÞÚSUND KRÓNUR? Allnokkrar ferðaskrifstofur bjóða okkur aðventuferðir til Evrópu. Þær oftar en ekki þriggja til fjögurra nátta túrar … Continue reading »

Fram og aftur til Vínarborgar fyrir skitinn 20 þúsund kall!!!

Fram og aftur til Vínarborgar fyrir skitinn 20 þúsund kall!!!

Flest þurfum við upplyftingu reglulega enda lífið töluvert flókið og erfitt fyrir okkur flest sem ekki erum hluti af Engeyjarættinni. Sama liði og þarf aðeins að greiða klink í skatta fyrir milljarða sína. Þá er fátt betra en gleyma viðbjóðnum, kveðja ófarsæla Frón stundarkorn og það fyrir klink og kanil 🙂 Óvíst hversu margir gera … Continue reading »

Til Vínar og heim aftur fyrir átján þúsund krónur

Til Vínar og heim aftur fyrir átján þúsund krónur

Þó Mogensen og hans fólk hjá Wow Air beri ekki sitt barr lengur er ekki þar með sagt að okkur gefist ekki dauðafæri að komast billega til ljúfra erlendra borga. Borga á borð við Vín í Austurríki. Margir vita að lággjaldaflugfélagið Wizz Air hefur verið að gera gott mót héðan síðustu misserin til flottra borga … Continue reading »

Strandbolti langt inn í landi

Strandbolti langt inn í landi

Fáir stærri borgir heimsins eru lausar við mengun og mollu þegar hlýna fer í veðri og því verulega öfundsvert að búa í borg með strönd innan seilingar. Ekki skemmir ef ströndin sú er sandströnd hvort sem er af náttúrunnar höndum eða manngerð. Í þessum fjórum borgum eru fínar strendur hvort sem menn trúa því eður … Continue reading »

Miðborg Vínar senn af heimsminjaskrá

Miðborg Vínar senn af heimsminjaskrá

Alltaf kostulegt að heimsækja Vínarborg og vitna hversu ótrúlega vel heimamönnum hefur tekist að varðveita gamalt og gott. Allur miðbær borgarinnar er ekkert annað en eitt ómissandi safn. Um það má meðal annars lesa í vegvísi okkar um Vínarborg en engum sem heimsækir borgina og þekkir mun á gömlu niðurníddu drasli og tímalausri fegurð ætti … Continue reading »

Vínin á Pico

Vínin á Pico

Það kann að vera að okkur skjátlist en við vitum ekki um neinn annan stað á jarðríki þar sem ræktaður er vínviður og framleidd mjög frambærileg vín nánast í hreinni eldfjallaösku en á smáeyjunni Pico sem er hluti af Azoreyjum. Ok, kannski ekki alveg eldfjallaösku enda langt síðan Azoreyjur risu úr sæ á miðju Atlantshafinu. … Continue reading »