Elsti veitingastaður Ítalíu og kannski heimsins

Elsti veitingastaður Ítalíu og kannski heimsins

Hann er lítill og þröngur, það er pínulítið sérstök lykt innandyra og allmargar flöskurnar í rekkunum eru rykfallnar. En það er nú sennilega nákvæmlega eins og það á að vera á elsta starfandi veitingastað Ítalíu og mögulega í veröldinni allri. Staðurinn atarna, Al Brindisi í borginni Ferrara í Emilia-Romagna héraðinu, hefur verið starfræktur linnulaust eða … Continue reading »

Í Sviss er eins gott að klára allan matinn af disknum

Í Sviss er eins gott að klára allan matinn af disknum

Veitingastaður einn í smábæ í Sviss hefur vakið mikla athygli þarlendra fjölmiðla en eigandinn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að sekta alla viðskiptavini sína sem ekki klára allan matinn sem þeir panta. Þetta gerir eigandi Patrizietta til að sporna gegn því að mat sé hent en mikil vakning er á þessu um heim allan. … Continue reading »

Dekur í París? Þá er nauðsyn að stoppa hér

Dekur í París? Þá er nauðsyn að stoppa hér

Enginn skortur er á dekurstöðum í heimsborginni París. Þvert á móti er gnótt slíkra staða svo mikill að hætta er á að valkvíði sæki að fólki. Það er þó einn veitingastaður sérstaklega sem fólk ætti að hafa bak við eyrað því ferð þangað lifir lengi í minningunni. Hér erum við að tala um hinn fræga … Continue reading »

Einn og sami matseðillinn og 32 þúsund á kjaft

Einn og sami matseðillinn og 32 þúsund á kjaft

Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn sem matgæðingar hafa slefað yfir síðustu árin hefur breytt aðeins til og býður nú aðeins einn einasta matseðil en það með einum 20 réttum. Fyrir íslenska krónueigendur kosta herlegheitin nú tæpar 32 þúsund krónur á mann. Sem hljómar hátt og mikið og víst er að verðin á veitingastaðnum hafa hækkað allverulega … Continue reading »