Skip to main content

A llir þekkja sorglega sögu Sikileyjar á Ítalíu. Sögu sem er þakin blóði og morðum á saklausu og ekki svo saklausu fólki um áratugaskeið. Færri vita þó að mafían veður enn uppi á Sikiley.

Stór skuggi hvílir enn yfir hinni fallegu Sikiley. Mynd scotbot

Stór skuggi hvílir enn yfir hinni fallegu Sikiley. Mynd scotbot

Þó morðum hafi fækkað eru völd Mafíunnar ekki mikið minni nú en þau voru á mektartíma mafíósanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Samtökin berast bara mun minna á en áður var.

Af því leiðir að ferðaþjónustuaðilar á eynni greiða margir hverjir enn hluta tekna sinna til mafíunnar hvern mánuð en nú hefur eitt ferðaþjónustufyrirtæki skorið sig úr og í leiðinni skorið upp herör gegn þessari smán sem mafían sannarlega er.

Addipiozzo Travel heitir ferðaþjónusta sem gefur opinberlega frat í mafíuna og ánafnar hluta af sínum tekjum til baráttusamtaka gegn mafíunni. Það þarf ekkert minna en dug og þor til þess á þessari fallegu ítölsku eyju.

Það er því ráð að styrkja þá liggi leiðin þangað þó vissulega fylgi því líka spenningur að fá leiðsögn hjá þessu ágæta fyrirtæki. En vantar ekki alla spennu í lífið?