Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Undir eðlilegum kringumstæðum fara 300 þúsund manns daglega um meginlestarstöðina í Mílanó á Ítalíu. Stöðin sú með öðrum orðum pökkuð 365 daga á ári enda þaðan ferðir til allra helstu borga og bæja landsins. En það er hending ef þú sérð eina einustu sálu á merkilegasta brautarpalli þeirrar stöðvar. Aðallestarstöð Mílanó er ekki allra. Þar … Continue reading »

Merkilegur staður í Róm enn merkilegri en margir gera sér grein fyrir

Merkilegur staður í Róm enn merkilegri en margir gera sér grein fyrir

Lengi vel fannst lítið sem ekkert í ferðahandbókum um Largo di Torre Argentina í Róm. Ekki var einn stafur um staðinn þegar einn úr ritstjórn bókstaflega gekk hugsunarlaust fram á hann rétt fyrir síðustu aldamót. Öldin önnur nú en samt gera ekki margir sér grein fyrir hversu merkilegur staður þetta er. Largo di Torre Argentina … Continue reading »

Undur heimsins: Pantheon í Róm

Undur heimsins: Pantheon í Róm

Lesendum er óhætt að hrista höfuðið og blóta okkur í sand og ösku en ritstjórn Fararheill hikar ekki sekúndubrot með að stimpla hið magnaða hof Pantheon í Róm sem undur veraldar. Íslenska heiti þessa mikla og merkilega mannvirkis er víst Algyðishofið sem hljómar illa, segir ekki neitt og er óþjálla í munni en fiskhnakki með … Continue reading »

Fimm fyrir fólk sem farið hefur allt

Fimm fyrir fólk sem farið hefur allt

Hvað er til ráða þegar fólk hefur fengið upp í háls af London, París og Róm, komin með hreinan viðbjóð á Tenerife og Alicante og deyr fyrr en það stígur fæti í tíunda skiptið í Kaupmannahöfn?

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Ef marka má Google er að finna vel yfir 200 18-holu golfvelli í eða við Alpafjöll í Mið-Evrópu. Það þarf þó aðeins að spila einn einasta til að muna ævina á enda. Tæplega átján þúsund Íslendingar spila golf sér til dægrastyttingar þessi dægrin samkvæmt opinberum tölum og þar af milli fimm og sex þúsund sem … Continue reading »

Fjórar ástæður til að heimsækja Palermó á Sikiley eigi síðar en núna

Fjórar ástæður til að heimsækja Palermó á Sikiley eigi síðar en núna

Hið sígilda „enginn tími eins og núið” á líklega hvergi betur við en um Palermó á Sikiley þessi dægrin. Ekki aðeins sökum þess að við öll erum dauðlegar verur með takmarkaðan tíma heldur og vegna þess að stemmningin í ítölsku borginni hefur aldrei og verður seint skemmtilegri en nú. Það er svo merkilegt með höfuðborg … Continue reading »

Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Fegurð er í augum sjáandans og sitt sýnist hverjum um velflest undir sólinni. En flestir geta líklega sammælst um að fátt er yndislegra en þessi litlu krúttlegu þorp sem finna má utan þjónustusvæðis á Ítalíu. Þessi þorp þar sem líf bæjarbúa gengur sinn gang hvort sem inn í bæinn þvælast ferðamenn eður ei. Þar sem … Continue reading »

Mílanó aftur í boði í beinu flugi og nú með Wizz Air á kostakjörum

Mílanó aftur í boði í beinu flugi og nú með Wizz Air á kostakjörum

Okkur segir hugur að stjórnendur hins ungverska Wizz Air hafi ekki setið með hendur í nærum síðustu mánuðina. Ekki aðeins er þetta eina flugfélagið hvers áætlun til og frá Íslandi breyttist ekki neitt milli ára heldur bætir flugfélagið í. Jamms, við vorum búin að spá því að einhver sneddí erlendur forstjóri sæi tækifæri hérlendis í … Continue reading »

Abruzzo gæti vel verið best geymda leyndarmál Ítalíu

Abruzzo gæti vel verið best geymda leyndarmál Ítalíu

Mannskepnan er skrýtið fyrirbæri. Við erum mörg svo skilyrt og ósjálfstæð að við förum sjálfkrafa í raðir í bakaríum jafnvel þó engar séu merkingar um að fara í röð. Okkur er mörgum mikið í mun að setja skilrúm á færiband í verslunum svo afgreiðslufólkið ruglist nú alls ekki á brauðinu okkar og hangikjöti mannsins á … Continue reading »

Í Ölpunum, skattaparadís fyrir almenning

Í Ölpunum, skattaparadís fyrir almenning

Fæst eigum við tug- eða hundruðir milljóna króna sem safnar ryki á bankabók hér og þar eins og raunin er með minnst tvo þá formenn þingflokka hérlendis sem telja sig best til þess fallna til að leiða skrílinn til betri lífskjara. En þótt við eigum engar stóreignir til að fela í skattaskjólum finnast þó stöku … Continue reading »

Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Heimurinn er stórkostlegri en nokkur gerir sér grein fyrir. Til marks um það finnast þó nokkrir staðir á jarðarkringlunni þar sem þú getur sólað þig í buff í 30 stiga hita við ströndina og klukkustund síðar rennt þér niður stórfínar skíðabrekkur án þess svo mikið sem blikka auga. Við höfum áður sagt lesendum okkar frá … Continue reading »

Göngu- eða fjallaferðir? Þá eru Dolómítafjöllin rjóminn á tertuna

Göngu- eða fjallaferðir? Þá eru Dolómítafjöllin rjóminn á tertuna

Endrum og sinnum bjóða innlendar ferðaskrifstofur upp á fjallaferðir til hinna himnesku Dolómítafjalla í norðausturhluta Ítalíu. Sá kalksteinsfjallgarður gæti vel verið sá fegursti í veröldinni allri. Ekki lítil samkeppni í fjallasalafegurð á heimsvísu. Alpafjöllin heilla alla sem þangað koma hvort sem er að vetri eða sumri. Japönsku Alpafjöllin þykja ekki mikið síðri en þau evrópsku … Continue reading »