Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Merkilegt nokk tókst nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair merkilega vel og fyrirtækið situr nú að 23 milljörðum króna sem það átti ekki áður. Nú er aldeilis tíminn til að gera loks upp við þær þúsundir viðskiptavina sem hafa beðið eftir endurgreiðslu frá fyrirtækinu um margra mánaða skeið. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, íslensk og erlend, hvers forsvarsmenn bjuggust ekki við … Continue reading »

Icelandair á heljarþröm en forstjórinn dúllar sér í golfi

Icelandair á heljarþröm en forstjórinn dúllar sér í golfi

Hmmm! Einhver gæti haldið að forstjórar með megalaun fengju þau einmitt sérstaklega fyrir að bretta upp ermar þegar allt er í kalda koli og styrka hönd þarf á stýri. En á því eru undantekningar eins í tilfelli Icelandair. Fleiri þúsund Íslendingar misst starf sitt hjá fyrirtækinu síðustu mánuðina. Blaðafulltrúi þess daglega í fjölmiðlum að skýra … Continue reading »

Svo erlendir fjárfestar hafa áhuga á Icelandair…

Svo erlendir fjárfestar hafa áhuga á Icelandair…

Sjaldan er ein bára stök í tólf vindstigum. Hver einasti miðill landsins með þær fregnir að erlendir fjárfestar sýni áhuga á hlutafjáraukningu Icelandair. Enginn þeirra finnur sig knúinn til að leita frekari upplýsinga þrátt fyrir að flugfélagið hafi verið illa rekið á gullæðistíma í ferðaþjónustu og fleiri ár og kannski áratugir í að ein króna … Continue reading »

Töskugjöld Icelandair komin út fyrir gröf og dauða

Töskugjöld Icelandair komin út fyrir gröf og dauða

Árið 2012 gátu allir farþegar Icelandair tekið með sér 15 kílóa handfarangur, eina alvöru 30 kílóa ferðatösku og þurftu aðeins að greiða rúman fimm þúsund kall, á verðlagi þess árs, til að taka TVÆR 30 kílóa töskur. Átta árum síðar er handfarangur takmarkaður við 10 kíló og lágmarks töskugjald fram og aftur litlar 7.700 krónur!!! … Continue reading »

Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Einn úr ritstjórn að skoða flug fimm mánuði fram í tímann og rakst þá á nokkrar flugferðir Icelandair. Sem er súper eðlilegt mál enda flugfélag. Óvenjulegra að þær ferðir á áætlun með Boeing Max 8 vélum félagsins. Sem enn hafa ekki fengið flughæfisvottun og fátt bendir til að þær fái grænt ljós á næstu mánuðum. … Continue reading »

Sitthvað Bogi við þetta hjá Icelandair

Sitthvað Bogi við þetta hjá Icelandair

Húha! Einhver gæti haldið að hræbillegt þjónustuver Icelandair á Indlandi yrði nú aldeilis nýtt til að plástra sár og vesen svona meðan allt er í volli vegna kóróna. En ef marka má samfélagsmiðla er það ekki alveg raunin… Hjá fyrirtæki sem hefur gert allt vitlaust frá Hruninu 2008 er kannski það allra heimskulegasta að segja … Continue reading »

Fínar golfferðir Vita í haust og vetur en spurningar vakna

Fínar golfferðir Vita í haust og vetur en spurningar vakna

Lof í lófa til golfferðaskipuleggjenda Vita-ferða, dótturfélags Icelandair. Príma áfangastaðir, golfvellir í betri kantinum og beint flug. Eða hvaða golfari slæmir hendi mót Algarve og Madeira í Portúgal eða Costa de la Luz á Spáni? Finna má allt um ferðirnar hér á heimasíðu Vita. Þær eru dýrar vissulega þó um sé að ræða ódýrustu svæði … Continue reading »

Enn og aftur veðja forráðamenn Icelandair á kolranga hesta

Enn og aftur veðja forráðamenn Icelandair á kolranga hesta

Örfáir dagar síðan stjórnarformaður Icelandair, bílasalinn Úlfar Steindórsson, hló og gerði lítið úr utanaðkomandi „sérfræðingum” sem spáðu flugfélaginu slæmu gengi. Þetta sami maður og setti blessun sína yfir Stokkhólm, London og Boston sem einu áfangastaði Icelandair í miðjum faraldri. Sömu þrír staðir og glíma við verstu hugsanlegu afleiðingar Covid-19 faraldursins. Það þarf auðvitað að henda … Continue reading »

Lífeyrissjóðir sem eiga í Icelandair eiga að skammast sín

Lífeyrissjóðir sem eiga í Icelandair eiga að skammast sín

Dabbadona! Hluthafar Icelandair samþykktu EINRÓMA þennan daginn að TAPA 85% þeirra tugmilljarða króna sem þeir hafa lagt fyrirtækinu til á undanförnum árum. Flugfélagið Icelandair sem kunnugt er verið á barmi gjaldþrots þessa síðustu og verstu og þá fyrst og fremst fyrir almennan fávitahátt stjórnenda síðustu árin. Eða hvaða flugfélag sýnir endalaust tap ár eftir ár … Continue reading »

Icelandair upp á við allt í einu – hvað veldur?

Icelandair upp á við allt í einu – hvað veldur?

Hmmm? Bréf í Icelandair tóku allt í einu kipp upp á við þennan föstudaginn og hækkaði hvert hlutabréf upp í 1 krónu og 80 aura úr 1.64. Sem er bæði merkilegt vegna þess að aðeins Nasdaq brúkar ennþá aura en ekki síður sökum þess að ekkert nýtt kom fram opinberlega í dag til stuðnings flugfélaginu. … Continue reading »

Fall Fararheill en ekki hjá Icelandair

Fall Fararheill en ekki hjá Icelandair

Úpps! Nýr dagur, meira fall hjá Icelandair. Bréf í flugfélaginu féllu um rúm fimm prósent þennan daginn eins og í gær. Einn hlutur kostar nú eina krónu og fimmtíu og átta aura. Forsvarsmenn hafa þegar sagt upp lunga starfsfólks en hafa látið nægja að lækka sín eigin laun um smotterí í kórónakrísunni. Það þrátt fyrir … Continue reading »

Icelandair verðlaust fyrir lok vikunnar?

Icelandair verðlaust fyrir lok vikunnar?

Síðast í gær spáðum við að markaðsvirði Icelandair færi niður fyrir fimm milljarða króna á viku eða tveimur. Líklega vorum við of bjartsýn. Þegar þetta er skrifað hefur gengi Icelandair á Nasdaq fallið um 5,7% þennan daginn og markaðir enn opnir. Eitt stykki bréf í flugfélaginu kostar nú eina krónu og 64 aura og engar … Continue reading »

Ef flugsamgöngur eru lífsnauðsynlegar á ríkið vitaskuld að taka yfir Icelandair

Ef flugsamgöngur eru lífsnauðsynlegar á ríkið vitaskuld að taka yfir Icelandair

Séu flugsamgöngur til og frá Íslandi raunverulega samfélagsleg nauðsyn eins og ráðherrar landsins keppast nú um að lýsa yfir, á ríkið að taka yfir Icelandair um leið og markaðsvirði flugfélagsins er komið niður undir fimm milljarða. Sem sagt í næstu viku eða svo. Ágæt grein á vefmiðlinum Kjarnanum þennan daginn um kostnað ríkisins við að … Continue reading »

Icelandair enn að súperokra á flugferðum til Grænlands

Icelandair enn að súperokra á flugferðum til Grænlands

Forvitnilegt hvað „við erum öll í þessu saman” þegar allt er í kalda koli efnahagslega en þegar vel gengur njóta milljarðamæringar alls góðs en við hin étum það sem úti frýs. Það líka forvitnilegt að Icelandair, Air Iceland Connect, er ennþá að súperokra á flugferðum til Grænlands þetta sumarið þó eftirspurn sé minni en eftir … Continue reading »