Frír kvöldverður gegn jákvæðri umsögn

Frír kvöldverður gegn jákvæðri umsögn

Hótelstjórinn kom sennilega að máli við okkur því við vorum svo ánægð með allt á hótelinu og vorum ófeimin að láta starfsfólkið vita af því. Hann vildi gjarnan að við mæltum með hótelinu á samfélagsmiðlum og bauð okkur á móti frían þríréttaðan kvöldverð lokakvöldið sem við dvöldum þar. Eiríkur og Þóra dvöldu í febrúar í … Continue reading »

Aðeins meira um hvers vegna þú átt ekki að treysta einkunnagjöf á Tripadvisor

Aðeins meira um hvers vegna þú átt ekki að treysta einkunnagjöf á Tripadvisor

Við haldið þessa ræðu nokkrum sinnum áður en þið vitið hvað fróðir segja um góðar vísur. Nú komin fram enn ein vísbending þess að einkunnir gististaða á Tripadvisor er oft tóm tjara. Breski neytendavefurinn Which! hefur birt niðurstöður viðamikillar úttektar á einkunnagjöf hótela og gististaða á risavefnum Tripadvisor. Yfir 250 þúsund einkunnir skoðaðar í kjölinn … Continue reading »

Það eru líka oft falin aukagjöld á hótelum gott fólk

Það eru líka oft falin aukagjöld á hótelum gott fólk

Það þarf sennilega að ferðast vestur um haf til að kynnast þessu fyrirbæri því við þekkjum engin dæmi um þau Evrópumegin. Nánar tiltekið þegar hótel og gististaðir bæta ýmsum óvæntum aukagjöldum ofan á auglýst verð á gistingu og krefjast greiðslu á þeim gjöldum þegar fólk tékkar sig út. Hér er ekki verið að tala um … Continue reading »

Fín leið til að spara í New York

Fín leið til að spara í New York

Það getur verið fjandanum erfiðara að eyða miklum tíma í New York. Hún er nokkuð þung á pyngjunni og allra verst hvað viðkemur gistingu sem óvíða er dýrari. Meðalverð á gistinótt í borginni á síðasta ári reyndist 32 þúsund krónur samkvæmt hótelvefnum Hotelchatter en það meðalverð þó blekkjandi því sé aðeins litið til hótela á vinsælli … Continue reading »

Allt að 85% afsláttur á gistingu og ferðum í Asíu næsta vetur

Allt að 85% afsláttur á gistingu og ferðum í Asíu næsta vetur

Fátt er svo með öllu illt að ekki hljótist gott af. Þar með talin gisting í Asíu næsta veturinn 🙂 Vægast sagt hörmuleg tölfræði sem hagstofur hinna og þessara ríkja hafa verið að birta síðustu dægrin um aðsókn ferðafólks: Spánn: 0% ferðamenn. Ítalía 0% ferðamenn. Dúbaí 0% ferðamenn. Indónesía 1% ferðamenn. Filippseyjar 2% ferðamenn. Og … Continue reading »

Forstjóri Hilton gefur hótelstarfsfólki aldrei þjórfé. Hvers vegna ættum við þá að gera það?

Forstjóri Hilton gefur hótelstarfsfólki aldrei þjórfé. Hvers vegna ættum við þá að gera það?

Við hér höfum það fyrir venju að skilja eftir sæmilegt þjórfé fyrir hótelstarfsfólk ef þjónustan er góð eða betri en aldrei annars. En það er dálítið blaut tuska í andlit að vita að vellauðugir forstjórar stórfyrirtækja láta sér fátt um staffið á gólfinu finnast og skilja ALDREI eftir þjórfé. Töluverða athygli hefur vakið erlendis að … Continue reading »

Fimm hlutir að hafa í huga þegar þú tékkar inn á hótel

Fimm hlutir að hafa í huga þegar þú tékkar inn á hótel

Fæst erum við með miklar áhyggjur af nokkrum hlut þegar við loks komumst á hótelið okkar í Marbella, Alicante, Barselóna, Róm, Washington, Hamborg, Varsjá, London eða aðra þá staði sem heilla landann. En það eru mistök. Því miður er það svo víða um heim og vestræn ríki þar meðtalin, að oft hreyfa stjórnvöld hvorki legg … Continue reading »

Þess vegna viltu greiða hótelið fyrirfram

Þess vegna viltu greiða hótelið fyrirfram

Þarna úti er enginn skortur á aðilum sem bjóða gistingu og auglýsa að ekki þurfi að greiða fyrr en komið er á hótelið eða jafnvel að dvöl lokinni. Það eru mistök að nýta sér slíkt. Sennilega er Booking.com það fyrirtæki sem mest auglýsir þennan möguleika. Eins og það sé eitthvað betra að greiða á staðnum … Continue reading »

Morgunverður á hótelinu eða ekki?

Morgunverður á hótelinu eða ekki?

Hótelið í Cagliari á Sardíníu var á besta mögulega stað í miðbænum. Herbergið allsæmilegt miðað við peninginn og okkur fannst allt í lagi að punga út 1400 krónum aukalega per haus, 2800 á hjónakornin, fyrir morgunmat daglega. En á okkur runnu nokkrar Grímur Thomsens þegar við kíktum á kaffihús í sömu götu. Þetta er dálítið … Continue reading »

Það bíða þín æði safarík tilboð víðs vegar um heim þegar kóróna syngur sitt síðasta

Það bíða þín æði safarík tilboð víðs vegar um heim þegar kóróna syngur sitt síðasta

Eins dauði annars brauð. Sem er orðatiltæki sem ferðaþjónustuaðilar á Íslandi virðast ekki fatta. Ef þú átt ekki bót fyrir boruna þegar í harðbakka slær deyrðu drottni þínum og þá opnast tækifæri fyrir aðra aðila. Með öðrum orðum: Það vægast sagt stórfurðulegt að öll stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands séu á grafarbakkanum fimm mínútum eftir að allt … Continue reading »

„Ef þú ert að lesa þennan miða ertu að sofa í notuðum rúmfötum“

„Ef þú ert að lesa þennan miða ertu að sofa í notuðum rúmfötum“

Þó vandamálið hafi minnkað duglega eftir að gestum gafst færi á að tjá skoðanir á hótelum og gististöðum á samfélagsmiðlum finnast þeir enn hóteleigendurnir sem reyna eins og þeir geta að græða á gestum sínum eins og þeim er framast unnt. Engin tíðindi þar fyrir flökkufólk sem elskar að þvælast um hina og þessa staði á … Continue reading »