Frír kvöldverður gegn jákvæðri umsögn

Frír kvöldverður gegn jákvæðri umsögn

Hótelstjórinn kom sennilega að máli við okkur því við vorum svo ánægð með allt á hótelinu og vorum ófeimin að láta starfsfólkið vita af því. Hann vildi gjarnan að við mæltum með hótelinu á samfélagsmiðlum og bauð okkur á móti frían þríréttaðan kvöldverð lokakvöldið sem við dvöldum þar. Eiríkur og Þóra dvöldu í febrúar í … Continue reading »

Hostel hin nýju hótel

Hostel hin nýju hótel

Fyrir þau okkar sem komin eru yfir fermingaraldurinn og hafa ferðast aðeins um heiminn er sterk slæm ímyndin af hostelum. Gegnum tíðina hafa slíkir staðir í 99 prósent tilvika verið skítugir og ódýrir staðir með þúsund kojum og lélegum morgunmat. En ekki lengur. Ritstjórn hefur áður fjallað um þá endurreisn sem á sér stað á … Continue reading »

Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Mjög er deilt um siðferði þess að bjóða ríkum erlendum ferðamönnum upp á skoðunarferðir um fátækrahverfi í hinum ýmsu borgum heims. Skiptir þá engu hvar er; Kalkútta á Indlandi, Jakarta í Indónesíu, Algeirsborg í Alsír eða Ríó de Janeiro í Brasilíu. Í öllum ofantöldum borgum býðst áhugasömum, gegn vænni greiðslu, að rúnta um „öruggari“ staði … Continue reading »

Aðeins meira um hvers vegna þú átt ekki að treysta einkunnagjöf á Tripadvisor

Aðeins meira um hvers vegna þú átt ekki að treysta einkunnagjöf á Tripadvisor

Við haldið þessa ræðu nokkrum sinnum áður en þið vitið hvað fróðir segja um góðar vísur. Nú komin fram enn ein vísbending þess að einkunnir gististaða á Tripadvisor er oft tóm tjara. Breski neytendavefurinn Which! hefur birt niðurstöður viðamikillar úttektar á einkunnagjöf hótela og gististaða á risavefnum Tripadvisor. Yfir 250 þúsund einkunnir skoðaðar í kjölinn … Continue reading »

Það eru líka oft falin aukagjöld á hótelum gott fólk

Það eru líka oft falin aukagjöld á hótelum gott fólk

Það þarf sennilega að ferðast vestur um haf til að kynnast þessu fyrirbæri því við þekkjum engin dæmi um þau Evrópumegin. Nánar tiltekið þegar hótel og gististaðir bæta ýmsum óvæntum aukagjöldum ofan á auglýst verð á gistingu og krefjast greiðslu á þeim gjöldum þegar fólk tékkar sig út. Hér er ekki verið að tala um … Continue reading »

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Það er auðvelt að fletta mörgum greinum okkar um merkileg heimili sögufrægs fólks sem nú hefur verið breytt í safn. Söfn helguð Karli Marx, Sigmund Freud, Hemingway, Thor Heyerdal, Pol Pot, Agötu Christie og Charles Darwin finnast nú á stöðum sem þessar manneskjur kölluðu heimili sitt á árum áður. En það er æði sjaldgæft að … Continue reading »

Langtímagisting í Tælandi – hvar er besti díllinn?

Langtímagisting í Tælandi – hvar er besti díllinn?

Engar opinberar tölur eru til um þann fjölda Íslendinga sem sækja Tæland heim ár hvert. En líklega óhætt að tala um tvö til þrjú þúsund manns eða svo. Lungi þeirra dvelur mánuð, tvo eða jafnvel lengur sé þess kostur. En hvernig er vænlegast að gista í lengri tíma? Við fórum að velta þessu fyrir okkur … Continue reading »

Fín leið til að spara í New York

Fín leið til að spara í New York

Það getur verið fjandanum erfiðara að eyða miklum tíma í New York. Hún er nokkuð þung á pyngjunni og allra verst hvað viðkemur gistingu sem óvíða er dýrari. Meðalverð á gistinótt í borginni á síðasta ári reyndist 32 þúsund krónur samkvæmt hótelvefnum Hotelchatter en það meðalverð þó blekkjandi því sé aðeins litið til hótela á vinsælli … Continue reading »

Allt að 85% afsláttur á gistingu og ferðum í Asíu næsta vetur

Allt að 85% afsláttur á gistingu og ferðum í Asíu næsta vetur

Fátt er svo með öllu illt að ekki hljótist gott af. Þar með talin gisting í Asíu næsta veturinn 🙂 Vægast sagt hörmuleg tölfræði sem hagstofur hinna og þessara ríkja hafa verið að birta síðustu dægrin um aðsókn ferðafólks: Spánn: 0% ferðamenn. Ítalía 0% ferðamenn. Dúbaí 0% ferðamenn. Indónesía 1% ferðamenn. Filippseyjar 2% ferðamenn. Og … Continue reading »

Forstjóri Hilton gefur hótelstarfsfólki aldrei þjórfé. Hvers vegna ættum við þá að gera það?

Forstjóri Hilton gefur hótelstarfsfólki aldrei þjórfé. Hvers vegna ættum við þá að gera það?

Við hér höfum það fyrir venju að skilja eftir sæmilegt þjórfé fyrir hótelstarfsfólk ef þjónustan er góð eða betri en aldrei annars. En það er dálítið blaut tuska í andlit að vita að vellauðugir forstjórar stórfyrirtækja láta sér fátt um staffið á gólfinu finnast og skilja ALDREI eftir þjórfé. Töluverða athygli hefur vakið erlendis að … Continue reading »

Fimm hlutir að hafa í huga þegar þú tékkar inn á hótel

Fimm hlutir að hafa í huga þegar þú tékkar inn á hótel

Fæst erum við með miklar áhyggjur af nokkrum hlut þegar við loks komumst á hótelið okkar í Marbella, Alicante, Barselóna, Róm, Washington, Hamborg, Varsjá, London eða aðra þá staði sem heilla landann. En það eru mistök. Því miður er það svo víða um heim og vestræn ríki þar meðtalin, að oft hreyfa stjórnvöld hvorki legg … Continue reading »