Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Guði sé lof fyrir flugfélagið Norwegian. Fyrirtækið verið á nippinu fjárhagslega um margra mánaða skeið en sjá samt tækifæri í að bjóða Íslendingum flugferðir til Spánar í vetur. Ekki alveg glænýjar fréttir en fréttir hætta ekkert að vera góðar þó farið sé að slá aðeins í þær. Flugfélagið Norwegian, sem er aðeins á lífi vegna … Continue reading »

Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Merkilegt nokk tókst nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair merkilega vel og fyrirtækið situr nú að 23 milljörðum króna sem það átti ekki áður. Nú er aldeilis tíminn til að gera loks upp við þær þúsundir viðskiptavina sem hafa beðið eftir endurgreiðslu frá fyrirtækinu um margra mánaða skeið. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, íslensk og erlend, hvers forsvarsmenn bjuggust ekki við … Continue reading »

Heillaráð fyrir ferðalagið

Heillaráð fyrir ferðalagið

Öll getum við lært hvort af öðru og ekki síst á það við um ferðir og ferðalög. Kannski sérstaklega því ferðalög eru almennt kostnaðarsöm, tímafrek og óöryggi á ferðum er algengt vandamál. Okkur fannst ráð að deila með ykkur þremur ferðaráðum sem við höfum rekist á á netvafri upp á síðkastið. Ráðum sem kannski ekki … Continue reading »

Flug á tímum faraldurs – er öruggt að fljúga þessa dagana?

Flug á tímum faraldurs – er öruggt að fljúga þessa dagana?

Lausleg könnun ritstjórnar Fararheill meðal vina, ættingja og kunningja bendir sterklega til þess að meirihluta hrylli við að tölta um borð í rellu og deila rúmi og tíma með hundruðum ókunnugra nú þegar kórónavírusinn fer um allt eins og fitubolla í flogakasti. Hræðslan sú eðlileg með öllu. Það er jú nánd við fólk sem getur … Continue reading »

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Einhvern tíma litið út um flugvélaglugga og séð vængi vélarinnar sveiflast upp og niður hraðar en Samherjamenn koma peningum undan íslenskum sköttum? Jamm, ýmislegt miður skemmtilegt kemur upp í hugann við þær aðstæður en raunin er sú að bæði flugvélaframleiðendur og flugmenn vita upp á hár hvað vél þolir og hvað ekki. Vélum er fremur … Continue reading »

Hvers vegna er hægðatregða vandamál hjá mörgum í flugi og eftir?

Hvers vegna er hægðatregða vandamál hjá mörgum í flugi og eftir?

Margt er mannanna mein. Meðal þess leiðinlegasta á ferðalögum, og æði algengt vandamál, er að borða eða drekka eitthvað sem veldur niðurgangi. En það er ekki síður stórt vandamál að koma úrgangnum ekki frá sér. Hægðatregða fer seint í bækur sem uppáhaldsorð Íslendinga né annarra. Slíkt er mikið feimnismál og líklega þarf Avengers-hópinn allan til … Continue reading »

Úpps! Flugdólgar gætu kostað þig meira en leiðindi um borð

Úpps! Flugdólgar gætu kostað þig meira en leiðindi um borð

Fátt leiðinlegra í háloftunum en flugdólgar hvers kyns. Skítapakk sem veður uppi með hávaða og læti, þreifar á afturendum flugþjóna, missa sig í áfenginu og þar fram eftir götum. En þeir gætu gert enn meiri usla en það eftirleiðis. Evrópudómstóllinn hefur komist að því að flugfélög séu almennt EKKI bótaskyld ef uppistand flugdólga verður til … Continue reading »

Hver er okkar réttur ef flug er yfirbókað?

Hver er okkar réttur ef flug er yfirbókað?

Það færist í vöxt hérlendis með sívaxandi umferð flugfélaga um Keflavíkurflugvöll að fólki sé neitað um að fljúga þar sem yfirbókað hefur verið í áætlunarflug. Hvað áttu að gera ef þér er meinað að fara um borð í vél sem þú átt miða með? Íslendingar hafa gegnum tíðina sjaldan þurft að hafa af þessu áhyggjur … Continue reading »
Kórónakrísan er vatn á myllu Wizz Air

Kórónakrísan er vatn á myllu Wizz Air

Við hér ekki 100% ánægð með lággjaldaflugfélagið Wizz Air. Sú skoðun breytir ekki því að Wizz Air er meðal örfárra flugfélaga í heiminum sem áttu peninga í bankanum þegar frú kóróna bankaði upp á. Sem þýðir að flugfélagið er í algjörri kjörstöðu til að sölsa undir sig nýja markaði nú þegar flestum flugfélögum blæðir hraðar … Continue reading »

Kannski eitt besta ferðaráð sem þú getur fengið

Kannski eitt besta ferðaráð sem þú getur fengið

Eitt hið allra versta við ferðalög erlendis er þegar farangurinn skilar sér ekki á ákvörðunarstað samhliða eigandanum. Þó margir komist fljótlega að því að það er ekki heimsendir þó gömlu nærurnar og tannburstinn týnist tímabundið þá hefur það neikvæð sálræn áhrif og það á fyrsta degi ferðar. En það er til eitt sem er miklu … Continue reading »

Kosturinn við að vera neitað um flug

Kosturinn við að vera neitað um flug

Óhætt er að fullyrða að Íslendingar flestir hafa litla þekkingu eða reynslu af því að vera neitað um far í áætlunarflugi enda afar sjaldgæft hérlendis. En það gæti verið að breytast og þarf ekki að vera slæmur hlutur. Erlendis er talað um „bumping“ þegar flugfélög yfirbóka vélar sínar og allir sem áttu bókað láta sjá … Continue reading »

Aumingja flugþjónar Qatar Airways

Aumingja flugþjónar Qatar Airways

Þeir auglýsa sig sem fimm-stjörnu-flugfélag þaðan sem enginn fer frá borði nema sáttur og saddur og með bros út að eyrum. Verst hvað starfsfólk þeirra þarf að sitja undir til að slíkt sé mögulegt. Ritstjórn Fararheill hefur fimm sinnum flogið með Qatar Airways sem oft er talað um hin seinni ár sem besta flugfélag heims … Continue reading »