Leyndarmálið bak Abu Simbel í Egyptalandi

Leyndarmálið bak Abu Simbel í Egyptalandi

Að frátöldum píramídunum mikilfenglegu í Giza við Kaíró er það vafalítið hið stórfenglega musteri Abu Simbel sem heillar hvað flesta þá ferðamenn sem til Egyptalands koma. Abu Simbel vissulega stórfenglegt í alla staði en það er líka dálítið feik. Aðkoman að Abu Simbel, hvort sem þú kemur bílandi, fljúgandi eða með báti á Níl er … Continue reading »

Eitthvað það allra skemmtilegasta sem þú gerir í Belgíu

Eitthvað það allra skemmtilegasta sem þú gerir í Belgíu

Eflaust má telja þá Íslendinga á hendi einhents manns sem sækja heim strendur Belgíu til afslöppunar og yndisauka. Belgía einhvern veginn ekki að tikka í öll þau box. Eða hvað? Það má reyndar deila um hvort sé yndislegra að leggjast á strönd í Belgíu eða á Spáni svona yfir hásumarið. Hitinn getur jú farið fram … Continue reading »

Icelandair með forgangsatriðin á hreinu

Icelandair með forgangsatriðin á hreinu

Velflestir íslenskir „fjölmiðlar” gerðu málinu (fréttatilkynningunni) skil þennan daginn. Icelandair komið með samstarfssamning við flugfélag sem enginn hefur heyrt um. Við hér kallað eftir haus stjórnar og forsvarsmanna Icelandair um langa hríð enda enginn þar starfi sínu vaxinn. Enn eitt dæmið um það birtist í fjölmiðlum þennan daginn og enginn setti spurningarmerki við eitt né … Continue reading »

Vel varðveittar rómverskar rústir í Barcelona

Vel varðveittar rómverskar rústir í Barcelona

Ef vel er gáð má finna nánast hvað sem er í hinni indælu borg Barcelona. Meira að segja einhverjar heillegustu rómversku rústir sem fundist hafa á Spáni og þótt víðar væri leitað. Kannski er það sökum þess fjölda skemmtilegra staða sem hér eru sem hafa orðið til þess að tiltölulega lítið fer fyrir borgarminjasafni Barcelona. … Continue reading »

Hér er víst g-blettur Evrópu

Hér er víst g-blettur Evrópu

Fremsta markaðsfólkið í Litháen er líklega ekki starfi sínu vaxið. Allavega fær nýleg kynningarherferð fyrir landið hundrað prósent falleinkunn. Kynningarherferðin ber nafnið G-blettur Evrópu og á að vísa til þess að hreinn unaður sé að vitna helstu mannvirki í landinu eins og meðfylgjandi myndband ber með sér. Að líkja heimsókn til heils lands við unað … Continue reading »

Fyrirtaks veitingastaðir á Krít

Fyrirtaks veitingastaðir á Krít

Fyrir margt löngu var gríska eyjan Krít orðin svo gegnsósa af fjöldatúrisma að allur sjarmi þessarar indælu eyju var á dánarbeði. Það hefur tekist að snúa því við svo um munar. Einn angi af breyttum áherslum eyjaskeggja er að hér hefur fjöldi veitingastaða skipað sér í hóp með svokölluðum „slow food“ stöðum. Út með hraðsuðurétti … Continue reading »

Svona ef einhvern langar í vatnið með fimm metra löngum krókódíl

Svona ef einhvern langar í vatnið með fimm metra löngum krókódíl

Það hljómar vart spennandi fyrir þau okkar sem áhuga hafa að lifa aðeins lengur. En hinu megin hnattarins í Darwin í Ástralíu er raunverulega hægt að láta sig síga ofan í litla laug hvers eini íbúi er tæplega fimm metra langur hungraður krókódíll. Vitaskuld hangir sitthvað á spýtu hér því það ferðaþjónustufyrirtæki sem sendir ferðafólk … Continue reading »

Lofoten í Noregi er himneskt fallegt en það er Senja líka

Lofoten í Noregi er himneskt fallegt en það er Senja líka

Það þarf að gúggla nokkuð duglega um Noreg til að finna miklar upplýsingar um eynna Senju. Þrátt fyrir það sækja vel yfir 200 þúsund erlendir ferðamenn eyjuna heim á ári hverju og fyrir því eru merkilega margar góðar ástæður 🙂 Þrátt fyrir töluverðan fjölda ferðafólks er Senja ennþá allsæmilegur leyndur gimsteinn í Noregi. Það þarf … Continue reading »

Í Andalúsíu er þjóðráð að skoða reikninga í þaula

Í Andalúsíu er þjóðráð að skoða reikninga í þaula

Spánverjinn enginn nýgræðingur þegar kemur að því að féfletta ferðafólk. Að hluta til eðlilegt því ríkt fólk frá norðri er jafnan ekki að liggja yfir reikningum að máltíð lokinni. Allra síst þegar vín er haft um hönd. Sem er nánast alltaf 😉 Einn úr ritstjórn flakkað duglega um Andalúsíu um tveggja mánaða skeið og þann … Continue reading »

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Einhvern tíma litið út um flugvélaglugga og séð vængi vélarinnar sveiflast upp og niður hraðar en Samherjamenn koma peningum undan íslenskum sköttum? Jamm, ýmislegt miður skemmtilegt kemur upp í hugann við þær aðstæður en raunin er sú að bæði flugvélaframleiðendur og flugmenn vita upp á hár hvað vél þolir og hvað ekki. Vélum er fremur … Continue reading »

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Heilt yfir er Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna ekki ýkja merkilegt pleis. Fólk almennt dónalegt, verslanir fokdýrar og enginn labbar hér mikið án þess að hitta fyrir einhvern af þeim þrettán þúsund einstaklingum sem eru heimilislausir. En svona ef þig vantar ástæðu til að heimsækja er Jimi Hendrix þess virði. Héðan er auðvitað beint flug til … Continue reading »