Konungsríki samkynhneigðra? Júbbs, það er til

Konungsríki samkynhneigðra? Júbbs, það er til

Sjaldan auðvelt að vera öðruvísi en fjöldinn. Það á ekki síst við um samkynhneigða sem enn geta ekki ferðast um fjölda staða á jarðríki án þess að eiga sitthvað alvarlegt á hættu. Því er öfugt farið í konungsríki samkynhneigðra. Þar ertu velkomin(n) hvernig sem þú ert. Það kann að fara fyrir brjóst einhverra að tala … Continue reading »

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þegar þetta er skrifað eru formlega 1032 staðir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna í 163 mismunandi löndum heims. Þar eru margir af fallegustu og merkilegustu stöðum heims. En ekki allir. Líkt og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er Heimsminjanefnd, UNESCO, of illa fjármögnuð til að valda starfi sínu 100 prósent. Það kostar heilmikið að ákveða hvaða staðir … Continue reading »

Þegar nafnið segir allt sem segja þarf
Sex sem hræða úr þér líftóruna

Sex sem hræða úr þér líftóruna

En það getur verið tvennt ólíkt að taka þægilega lyftu upp í efsta útsýnispall Eiffel turnsins í 276 metra hæð yfir jörðu og að visvitandi fara út á ystu nöf

Nýsjálendingar leggja blátt bann við dúlleríi með háhyrningum

Nýsjálendingar leggja blátt bann við dúlleríi með háhyrningum

Húrra fyrir Nýsjálendingum! Nánar tiltekið stjórnvöldum á því ágæta landi. Þar er nú formlega bannað að bjóða Jóni og Gunnu ferðamönnum að svamla um með háhyrningum. Þó fyrr hefði verið!!! Fátt dásamlegra fyrir dýravini en að komast í námunda við villt og glæsileg dýr jarðar. Það er að segja þau sem eftir eru. Okkur dreymir … Continue reading »

Ekki viss um Nýja Sjáland? Sjáðu þetta

Ekki viss um Nýja Sjáland? Sjáðu þetta

Fallegar eyjur heims skipta að minnsta kosti hundruðum um víða veröld. Ísland kemur strax upp í hugann, Hawaii-eyjarnar stórkostlegar, eldfjallaeyjurnar Azor og Madeira klárlega framarlega og svo má ekki gleyma þeim tugum eyja eða svo sem saman flokkast sem Nýja Sjáland. Núorðið hefur fegurð Nýja Sjálands borist til heimsbyggðarinnar allrar gegnum hinar geysivinsælu kvikmyndir um … Continue reading »

Tólf þúsund færri ástæður til að heimsækja Ástralíu

Tólf þúsund færri ástæður til að heimsækja Ástralíu

Kannski ertu harðkjarna sjómaður frá Ögri eða steinrunnin skessa frá Egilsstöðum. En fólk almennt má vera æði laust við tilfinningar til að komast ekki við þegar hinir fögru og oft ósjálfbjarga kóala-birnir Ástralíu birtast á skjánum. A HELPFUL HAND: An Australian cyclist was with friends in the countryside when she saw a thirsty koala searching … Continue reading »

Náttúran er ekki skemmtigarður – Ástralir banna klifur á Uluru

Náttúran er ekki skemmtigarður – Ástralir banna klifur á Uluru

Heyr, heyr! Engum er lengur heimilt að klífa frægasta steindrang Ástralíu. Frumbyggjar Ástralíu, sem telja Uluru heilagan stað, höfðu loks sitt fram. Uluru er stórmerkilegt fyrirbæri eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Risastór steindrangur í miðri eyðimörk eins og skratti úr sauðalegg. Enda finnst varla stakur steinn annar á þessum slóðum í fleiri hundruð … Continue reading »

Sigurður Ingi enn að klóra sér í rassi en hinu megin á hnettinum er allt að gerast

Sigurður Ingi enn að klóra sér í rassi en hinu megin á hnettinum er allt að gerast

Það sem tekur Sigurð Inga „einhvers staðar verður að geyma peningana” Jóhannsson framsóknarplebba, áratugi að koma á koppinn tekur stjórnvöld á Nýja-Sjálandi rétt tæplega eitt og hálft ár. Komugjöld á alla erlenda ferðamenn taka þar gildi þann 1. júlí næstkomandi. Hér rúmlega ársgömul frétt Viðskiptablaðsins þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætli nú all-in að … Continue reading »

Ferðakynningar sem koma brosi á vör

Ferðakynningar sem koma brosi á vör

Jafnvel þó að ljósið við enda ganganna sé aðeins hraðlest að aka yfir okkur þá er okkur flestum í blóð borið að brosa tiltölulega auðveldlega

Tærasta vatn í heimi

Tærasta vatn í heimi

Þeir sem til þekkja segja fátt merkilegra en synda og eða kafa í Blávatni, Blue Lake, á suðureyju Nýja-Sjálands. Ekki þar fyrir að það sé sérstaklega ríkt af dýralífi eða þangað auðvelt að komast. En það er talið vera tærasta vatn í veröldinni. Í það minnsta hefur ekki enn mælst vatn sem er jafn kristaltært … Continue reading »