Grænt flug? Þá er easyJet vænlegasti kosturinn

Grænt flug? Þá er easyJet vænlegasti kosturinn

Flugskömm hrjáir allnokkra þarna úti og það eðlilega. Flugfélög menga heiminn okkar duglega og hafa að mestu sloppið mjög billega hingað til. En með hvaða flugfélagi er best að ferðast ef þú vilt skilja eftir sem minnst kolefnisspor? Illu heilli hefur fækkað duglega þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandinu góða síðustu misserin og … Continue reading »

Hátíð fyrir alla sem aldrei fá nóg af Jane Austen

Hátíð fyrir alla sem aldrei fá nóg af Jane Austen

Enn þann dag í dag er breski rithöfundurinn Jane Austen meðal víðlesnustu skáldsagnahöfunda heims þó ár og aldir séu síðan hún lést. Bækur hennar seljast enn í stórum upplögum og hátíðir henni til heiðurs trekkja að tugþúsundir. Ein hátíð sérstaklega. Það er Jane Austen festival í bænum Bath í suðvesturhluta Englands en sú hefur skotið … Continue reading »

Fákeppnin eykst til muna – EasyJet hættir flugi til Bristol og Belfast

Fákeppnin eykst til muna – EasyJet hættir flugi til Bristol og Belfast

Úffffffff! Það líður að því að við verðum að reiða okkur á flugferðir með Icelandair til að komast lengra af klakanum en til Vestmannaeyja. Velflest erlend flugfélög að takmarka til muna flug til og frá landinu og í apríl hendir easyJet tveimur áfangastöðum fyrir róða. Undanfarin ár hefur breska lággjaldaflugfélagið verið borubratt á Íslandsmiðum og … Continue reading »

Súperfín vetrartilboð easyJet

Súperfín vetrartilboð easyJet

Vetur konungur mættur á klakann með allt sitt botnfrosna fylgdarlið. Þá er nú aldeilis tíminn til að gera sér dagamun erlendis og þá sakar ekki ef lággjaldaflugfélagið easyJet lækkar verðið á flugferðum sínum um extra 20 prósent fram í febrúar 🙂 Amms, þú last þetta rétt. EasyJet er að henda duglegum slatta af flugsætum á … Continue reading »

EasyJet slúttar öllu flugi frá Íslandi til Sviss

EasyJet slúttar öllu flugi frá Íslandi til Sviss

Heimur versnandi fer og undir þann hatt falla flug lággjaldaflugfélagsins easyJet til Basel og Genfar í Sviss frá Keflavík. Svo virðist sem flugfélagið hafi hent þeim leiðunum endanlega á haugana. Engar upplýsingar að fá frá easyJet en við teljum víst að Íslendingar geti ekki lengur flogið ódýrt til Basel og Genfar í Sviss með flugfélaginu. … Continue reading »

Haustútsala easyJet gæti sparað einhverjar krónur

Haustútsala easyJet gæti sparað einhverjar krónur

Þá er hún hafin árleg haustútsala lággjaldaflugfélagsins easyJet. Þeir fljúga sem kunnugt er frá klakanum og til og er eitt af fáum lággjaldaflugfélögum sem bjóða þér að bóka flug áfram gegnum Bretland vandræðalaust. Sjálfsögð þjónusta hjá hefðbundnum flugfélögum að bóka fólk alla leið til Tyrklands þó stoppað sé í Munchen. Ekki svo mikið hjá þessum … Continue reading »

Hvert nákvæmlega komumst við með easyJet frá Íslandinu góða?

Hvert nákvæmlega komumst við með easyJet frá Íslandinu góða?

Hlutirnir eru eins og þeir eru. Margir þeir sem vilja gera sem best kaupin í kjörbúðum gleyma reglulega smærri aðilum á borð við Fjarðarkaup. Svona aðilum sem gefa fólkinu sínu frí á tyllidögum en bjóða samt lægri verð og betri þjónustu en krakkarnir og útlendingarnir í Bónus og Krónunni geta nokkurn tíma boðið. Sama gildir … Continue reading »

Til Sviss í sumar er þetta 50/50 milli Icelandair og easyJet

Til Sviss í sumar er þetta 50/50 milli Icelandair og easyJet

Tókum létt tékk á fargjöldum fram og aftur til Genfar í Sviss þetta sumarið og í ljós kemur að aldrei þessu vant er Icelandair þokkalega samkeppnishæft við easyJet sem einnig býður sama flugið. Fáir vita af því að breska lággjaldaflugfélagið easyJet flýgur ekki bara frá Keflavík til Bretlands heldur einnig beint til Genfar í Sviss … Continue reading »

Sparnaðaraðgerðir Icelandair að leggja líf fólks í hættu?

Sparnaðaraðgerðir Icelandair að leggja líf fólks í hættu?

Jæja gott fólk! Nú erum við að fá nasaþefinn af því þegar forstjórar og forráðamenn ætla sér nú aldeilis að hanga á feitum stöðum sínum og gera sig breiða fyrir framan hluthafa. Það gera þeir auðvitað með því að skera niður kostnað og taka sjénsa. Fyrr í vikunni fluttu fréttamiðlar fregnir þess efnis að áætlunarvél … Continue reading »

Er raunverulega samkeppni í flugi?

Er raunverulega samkeppni í flugi?

Besta leiðin til að komast að því hvort raunveruleg samkeppni ríkir í flugi til og frá landinu er að leita að fargjöldum á extra vinsælum leiðum með skömmum fyrirvara. Miðað við það er samkeppni af skornari skammti en upplýsingagjöf hjá MAST. Þúsundir íslenskra námsmanna sækja heim um jólin héðan og þaðan úr veröldinni. Taðreykt hangikjötið … Continue reading »

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Þennan desemberdag tilkynnti Gamla konan, Icelandair, um sinn 44. áfangastað og þar varð borgin Belfast á Norður-Írlandi fyrir valinu. Vafasamt hvort það gengur upp. Belfast er firna skemmtileg enda Norður-Írar ekkert síðri Írar en hinir sunnar á eyjunni. Margt líkt með skyldum og gengur ekki fjöllum hærra sú saga að þorri kvenfólks á Íslandi megi … Continue reading »

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Fyrir þau ykkar sem hyggja á ferð til London í desembermánuði er ágætt að setja bak eyra að fljúga með öðrum en íslensku flugfélögunum. Það er að segja nema þú viljir borga helmingi meira fyrir sömu vöru. Í ljós kemur samkvæmt úttekt Fararheill á fargjöldum til London frá Keflavík og aftur heim á þremur mismunandi … Continue reading »

Útsölulok á sumarferðum easyJet

Útsölulok á sumarferðum easyJet

Alltaf yndislegt að komast á góðar útsölur. Ekki síst ef hægt er að komast af landi brott fyrir minna. Mun minna 🙂 EasyJet er nú að bjóða hræbilleg fargjöld á lokasumarútsölu sinni en þar aðeins um 240 þúsund sæti að ræða ef marka má yfirlýsingar flugfélagsins. Efist þú þarf ekki annað en kíkja á vef … Continue reading »

Tólf þúsund kall til Kanarí og fleira gotterí :)

Tólf þúsund kall til Kanarí og fleira gotterí :)

Útsölur eru jafnan skemmtilegar fyrir alla þá sem ekki eru ævimeðlimir í Sjálfstæðisflokknum og láta sérsníða á sig sokka og buff og setja upphafsstafina sína á jakkaboðunginn ef því er að skipta. Það á ekki síst við um útsölur lággjaldaflugfélagsins easyJet. Jamms. EasyJet er að henda út 20 prósenta afsláttarkjörum ofan á fremur lágt verð … Continue reading »