Fimm fínir flóamarkaðir í Kaupmannahöfn

Fimm fínir flóamarkaðir í Kaupmannahöfn

Allir sem stigið hafa fæti niður í Kaupmannahöfn síðustu misserin hafa ekki farið varhluta af því að danska krónan er á sterum og einföldustu hlutir í okkar gömlu höfuðborg kosta nú formúgur. Þá er nú aldeilis tilefni til að taka skrefið inn á næsta flóamarkað. Ekki eru allir spenntir fyrir flóamörkuðum eða loppemarkeds eins og … Continue reading »

Mannvirki í Danmörku sem eru eldri en píramídarnir í Egyptalandi!

Mannvirki í Danmörku sem eru eldri en píramídarnir í Egyptalandi!

Einn úr ritstjórn gekk árið 2002 fram á mikinn steinhnulling á graslendi við golfvöll einn skammt frá Árósum í Danmörku. Lítt merkilegt kannski nema fyrir þá staðreynd að tveggja tonna hnullungurinn lá ofan á átta öðrum minni hnullungum. Danaveldi er ekki gamalt fyrirbæri í neinni merkingu. Elstu þekktu merkin um orðið Danmörk í landinu sjálfu … Continue reading »

Rómantísk hugmynd í Kaupmannahöfn

Rómantísk hugmynd í Kaupmannahöfn

Það er jafnan yndislegt á góðviðrisdögum í okkar gömlu höfuðborg að rölta um gömul stræti Kaupmannahafnar. Margt að sjá víða og einhvern veginn fer merkilega lítið fyrir stressi á götum hér. En ekki síður indælt er að sigla um sund og síki þessarar borgar. Vertu þinn eigin skipstjóri í Kaupmannahöfn. Mynd Miss Copenhagen Það hefur … Continue reading »
Sigling milli Danmerkur og Noregs nú leikur einn

Sigling milli Danmerkur og Noregs nú leikur einn

Einn úr ritstjórn bjó í Ósló um árabil hér í denn tíð. Þá þótti afar móðins að taka ferju til Danmerkur og heim aftur og djamma báðar leiðir eins og það væri 1999 enda allt áfengi um borð á 50% lægra verði en í Noregi. Plús auðvitað að árið var 1999. Þá tók líka hver … Continue reading »

Mest sjarmerandi bærinn í Danmörku

Mest sjarmerandi bærinn í Danmörku

Væru utanaðkomandi beðnir um að velja mest sjarmerandi borg eða bæ í Danmörku kæmu eflaust vöfflur á viðkomandi. Æði margir þéttbýlisstaðir í landinu eru yndislegir út í eitt og þá yfirleitt þeir þar sem tekist hefur að varðveita eldri byggingar og fanga um leið stemmningu fyrri tíma. Það er meira að segja erfitt að þrengja … Continue reading »

Sex himnesk evrópsk þorp sem enn þjást ekki af massatúrisma

Sex himnesk evrópsk þorp sem enn þjást ekki af massatúrisma

Vandasamt að elska ferðalög þessi dægrin. Aldrei fleiri sem ferðast og aldrei auðveldara að koma hinum og þessum staðnum á framfæri gegnum samfélagsmiðla og hitta svo tíu þúsund aðra ferðamenn á slóðum sem þú hélst að væru tiltölulega afviknir. En stöku dásamlegir staðir finnast þó enn án þess að þar sé rekist í mann og … Continue reading »

Nú komin príma ástæða til að heimsækja Middelfart :)

Nú komin príma ástæða til að heimsækja Middelfart :)

Middelfart á Fjóni er án vafa eitt fyndnasta nafn í Danaveldi. En þrátt fyrir kúnstugt nafnið er þetta sérdeilis fínn staður til að vera á næsta júlí. Nánar tiltekið undir Stórabeltisbrúnni. Þar fara fram, að Hróarskelduhátíðinni frátalinni, stærstu tónleikar þessa árs. Við Strandvej í hinni fimmtán þúsund manna borg Middelfart hefur farið fram undanfarin 30 … Continue reading »

Kjarakaup á útsölumarkaði Royal Copenhagen

Kjarakaup á útsölumarkaði Royal Copenhagen

Lengi vel hafa fjölmargir Íslendingar gert sér far um að eiga fínt postulín í skápum sínum fyrir tyllidaga. Framleiðandi slíkra vara oftar en ekki hið þekkta danska fyrirtæki Royal Copenhagen. Það fyrirtæki rekur afskaplega fínan útsölumarkað í Köben. Royal Copenhagen er, fyrir þá sem ekki vita, eitt allra elsta fyrirtæki heims hvorki meira né minna … Continue reading »

Forvitnileg ferð til Holgeirs og Hamlet í Danmörku

Forvitnileg ferð til Holgeirs og Hamlet í Danmörku

Mörg förum við árlega eða oftar til Kaupmannahafnar og mörg hafa jafnframt fyrir löngu séð og kynnt sér helstu gersemar þeirrar borgar. Þá er nú aldeilis ráð að bregða sér í stuttan túr til Helsingjaeyrar. Það gera sér ekki allir grein fyrir að Helsingjaeyri, Helsingør, er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Danmerkur og hefur verið um … Continue reading »