Skip to main content

Þ að vill á stundum gleymast þegar rætt er um Manitóbafylki í Kanada að fylkið atarna er feykistórt og meira þar að sjá og skoða en arfleifð Íslendinga við Winnipeg-vatn.

Arfleifð fleiri en Íslendinga er hægt að kynna sér á ferð um Manitoba fylki í Kanada

Arfleifð fleiri en Íslendinga er hægt að kynna sér á ferð um Manitoba fylki í Kanada

Meðal þess allra forvitnilegasta er eskimóasafn í bænum Churchill sem stendur nyrst í fylkinu við Hudson flóann en það mun vera annað af einungis tveimur söfnum í heiminum tileinkað sögu, lífi og störfum Inúíta eða innfæddra svo notað sé orð sem ekki særir neinn.

Ekki svo að skilja að þar sé safnað saman Eskimóum heldur er að finna á safni þessu margvíslega þá hluti sem Inúítar (Eskimóar) brúkuðu í fyrndinni og brúka sums staðar enn við erfiða lífsbaráttu sína.

Aukinheldur er þar að finna skúlptúra ýmsa sem Inúítar bjuggu sér til á fyrri tíð en það voru trúboðar sem tóku upp á því árið 1944 að halda slíkum hlutum til haga, þeim safnað saman hér og er safnið því orðið stórt og mikið.

Safnið er auðvelt að finna enda bærinn Churchill fráleitt nafli alheimsins og safnið hið eina í þeim ágæta bæ. Bærinn reyndar vel þekktur í Kanada sökum þess að það er nógu norðanlega til að ísbirnir þvælast reglulega inn í bæinn í leit að æti. Sem er miður fyrir íbúana, yfirleitt mjög miður fyrir birnina líka því þeir drápshæfir við þær aðstæður án vandamála. En líka geðveik upplifun fyrir þá fáu ferðamenn sem láta sig hafa ferð hingað að vetrarlagi og upplifa að sjá þessu fallegu dýr með eigin augum.

PS: einhverjir þarna úti hafa sett út á að við köllum Inúíta eskimóa. Við fretum á það. Okkur finnst orðið eskimói megaflott og á engan einasta hátt neikvætt. Þvert á móti.