Í grennd við Boston krabbaveisla á heimsmælikvarða

Í grennd við Boston krabbaveisla á heimsmælikvarða

Bærinn heitir Rockland og er einn af mörgum litlum strandbæjum á norðausturströnd Bandaríkjanna. Hvorki fallegri né merkilegri en nágrannabæir en einu hefur Rockford þó af að státa. Þar fer fram vinsælasta krabbahátíð vestanhafs hvert ár. Bærinn atarna er í rúmlega þriggja stunda akstursfjarlægð frá Boston en það segir þó lítið yfir hásumarið þegar tug- og … Continue reading »

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Að fara alla leið til Flórída í Bandaríkjunum og ekki njóta strandlífs á þeim aragrúa stranda sem þar er að finna er jafn fáránlegt og að kaupa ekkert kaffi í Kólombíu eða sleppa ísnum á ferð um Grænland. En að gamni slepptu er strandlífið í Flórída minna spennandi en margur heldur. Nánar tiltekið ekki strandlífið … Continue reading »

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Heilt yfir er Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna ekki ýkja merkilegt pleis. Fólk almennt dónalegt, verslanir fokdýrar og enginn labbar hér mikið án þess að hitta fyrir einhvern af þeim þrettán þúsund einstaklingum sem eru heimilislausir. En svona ef þig vantar ástæðu til að heimsækja er Jimi Hendrix þess virði. Héðan er auðvitað beint flug til … Continue reading »

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Það er auðvelt að fletta mörgum greinum okkar um merkileg heimili sögufrægs fólks sem nú hefur verið breytt í safn. Söfn helguð Karli Marx, Sigmund Freud, Hemingway, Thor Heyerdal, Pol Pot, Agötu Christie og Charles Darwin finnast nú á stöðum sem þessar manneskjur kölluðu heimili sitt á árum áður. En það er æði sjaldgæft að … Continue reading »

Hver er svo yndislegasti áfangastaðurinn á Flórída?

Hver er svo yndislegasti áfangastaðurinn á Flórída?

South Beach í Miami vissulega gæjalegur staður. International Drive í Orlandó mekka skyndibitastaða og afþreyingar og óvíða hægt að golfa fyrir meira klink en í grennd við Tampa. Góðu heilli komast engir þessara staða á topp tíu lista yfir yndislegustu áfangastaðina í Flórída samkvæmt nýrri úttekt. Góðu heilli segjum við sökum þess að allir ofangreindir … Continue reading »

New Jersey ómerkilegt pleis en Tony Soprano gæti hjálpað

New Jersey ómerkilegt pleis en Tony Soprano gæti hjálpað

Það má vera að þú kannist við staðina. Badabing, Barone Sanitation, Pizzaland að ógleymdum The Muffler Man. Allt eru þetta þekktir staðir úr hinum vinsæla þáttaröðum um Sopranos fjölskylduna sem lengi voru vinsælir. Um leið eitt það fáa sem gerir það athyglisvert að heimsækja New Jersey. Fyrir þá sem féllu í landafræðinni í denn er … Continue reading »

Á þessum golfvelli í Kaliforníu eru svartbirnir algeng sjón

Á þessum golfvelli í Kaliforníu eru svartbirnir algeng sjón

Skammt frá hinum glæsilega þjóðgarði Yosemite í Kaliforníu er að finna bæ einn góðan sem einnig hefur ýmislegt spennandi upp á að bjóða. Ekki hvað síst að spila golf eða veiða meðan hættulegir svartbirnir fylgjast spenntir með. Vitum ekki um ykkur þarna úti en okkur hér finnst það ekkert minna en dásamlegt að njóta útiveru … Continue reading »

Frelsisstígurinn í Boston ómissandi upplifun
Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Það er alltaf pínulítið sexí að gista fjarri alfaraleiðum og ekki skemmir ef allir vegir til og frá lokast reglulega vegna ófærðar. Svo er toppurinn náttúrulega ef undarlegir hlutir fara að eiga sér stað þegar kemur að háttatíma. Ekki alveg jafn tilþrifamikið og Overpass hótelið í Shining en tilkomumikið samt. Mynd Clarissa Peterson Fjöldi fólks … Continue reading »