Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Það getur verið dálítið erfitt að fylla hjartað af unun og gleði í nútímalegum stórborgum með sína fráhrindandi stálturna og fólk á götum úti sem er frosnara en sjávarútvegsráðherra að svara spurningum um Samherja. En viti menn! Sumar borgir, sem virðast algjörlega gleðisnauðar við fyrstu sýn, reynast vera svo troðnar af forvitnilegu fólki, sem lætur … Continue reading »

„Góðar“ stelpur þvælast ekki um einar eftir klukkan 21 í Indlandi

„Góðar“ stelpur þvælast ekki um einar eftir klukkan 21 í Indlandi

„Góðar stelpur þvælast ekki einar síns liðs um götur eftir klukkan níu á kvöldin nema þær vilji eitthvað,“ segir einn sjömenninga sem dæmdur var fyrir hópnauðgun á ungri indverskri stúlku í desember 2012. Þetta kemur fram í mögnuðu viðtali við einn þeirra sem verknaðinn framdi í heimildarmyndinni India´s Daughter. Það var sú hópnauðgun seint um … Continue reading »

Fátt lengur ódýrt við Tæland

Fátt lengur ódýrt við Tæland

Hmmm! Vissulega er Tæland stórt og fjölmennt ríki en þrátt fyrir að ungfrú Kóróna hafi leikið það landið grátt síðustu mánuði er tælenskur gjaldmiðillinn að sökkva íslensku krónunni. Það er fátt súperódýrt lengur í þessu landinu. Einhver gæti dregið þær ályktanir að Tælendingar séu með Nóa-Síríus böggum Hildar nú þegar Covid-19 herjar þar grimmilega eins … Continue reading »

Göngugata Pattaya að taka stakkaskiptum?

Göngugata Pattaya að taka stakkaskiptum?

Í fjórða skiptið á innan við áratug íhuga borgaryfirvöld í Pattaya í Tælandi nú að henda frægri göngugötu sinni, Walking Street, út í hafsauga og endurhanna allt það svæði á nútímalegri máta. Göngugata Pattaya er mögulega frægasta göngugata heims og fyrsta gata heims sem formlega ber heitið Göngugata þrátt fyrir að ökutæki geti ekið þar … Continue reading »

Stóri plúsinn við Filippseyjar

Stóri plúsinn við Filippseyjar

Sjö þúsund sólbrenndar eyjur með sandströndum sem eru mýkri en ungabarn við fæðingu og verðlag svo lágt að þú þarft meira að leita í klinkið en veskið. Velkomin til Filippseyja 🙂 Ein úr ritstjórn var að lenda á köldum klakanum frá ylhýru Filippseyjum. Mánaðartúr um eyjurnar Luzon, Tablas, Leyte og Siargao og hólímólí hvað allt … Continue reading »

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þegar þetta er skrifað eru formlega 1032 staðir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna í 163 mismunandi löndum heims. Þar eru margir af fallegustu og merkilegustu stöðum heims. En ekki allir. Líkt og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er Heimsminjanefnd, UNESCO, of illa fjármögnuð til að valda starfi sínu 100 prósent. Það kostar heilmikið að ákveða hvaða staðir … Continue reading »

Langtímagisting í Tælandi – hvar er besti díllinn?

Langtímagisting í Tælandi – hvar er besti díllinn?

Engar opinberar tölur eru til um þann fjölda Íslendinga sem sækja Tæland heim ár hvert. En líklega óhætt að tala um tvö til þrjú þúsund manns eða svo. Lungi þeirra dvelur mánuð, tvo eða jafnvel lengur sé þess kostur. En hvernig er vænlegast að gista í lengri tíma? Við fórum að velta þessu fyrir okkur … Continue reading »

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Ók. Gætum haft hér langan og strangan inngang um dásemdir hins og þessa. En við sleppum því og látum nokkur skjáskot tala máli okkar. Þess vegna er næsti vetur kannski besti hugsanlegi tíminn fjárhagslega til að heimsækja Asíu 🙂 * Stikkprufur á hótelvél Fararheill klukkan 21 þann 11. júní 2020. Ein nótt 1.-2. desember 2020. … Continue reading »

Næsta stopp við Balí er Balí eins og hún var fyrir 30 árum

Næsta stopp við Balí er Balí eins og hún var fyrir 30 árum

Líkast til hefur þú aldrei heyrt talað um eyjuna Lombok í Indónesíu. En þú hefur 100 prósent heyrt um eyjuna Balí í sama landi. Lombok er Balí eins og Balí var áður en fjöldatúrismi hélt þar inngöngu sína. Engum blöðum um að fletta að Balí hin indónesíska er stórkostleg með stóru essi. Djamm, djúserí og … Continue reading »

Tvær aldeilis makalausar verslunarmiðstöðvar í Bangkok

Tvær aldeilis makalausar verslunarmiðstöðvar í Bangkok

Enginn hér hjá Fararheill hefur heimsótt allar borgir heims og því skal ekkert fullyrt. En við setjum stóran pening á að hvergi í veröldinni er jafn frábært að versla og í höfuðborg Tælands. Bangkok er risastór borg samkvæmt öllum mælikvörðum og borgin þjáist af ýmsu því sem gerir borgir heims lítt heillandi heimsóknar. Umferðin hér … Continue reading »

Til að sjá kómódódreka þarf ekkert til Kómódóeyja

Til að sjá kómódódreka þarf ekkert til Kómódóeyja

Það er sannarlega upplifun að vitna stærstu og hættulegustu eðlur heims í sínu náttúrulega umhverfi á Kómódó-eyju í Indónesíu. En það þarf að hafa mikið fyrir, kostar böns af peningum og er nett kjánalegt þegar vitna má þessar fallegu skepnum í nærmynd í flottum garði í höfuðborginni Jakarta. Kómódó-drekar eru auðvitað alls engir drekar. Það … Continue reading »