Topp fimm að sjá og gera í Frankfurt

Topp fimm að sjá og gera í Frankfurt

Það missir sennilega enginn þvag niður fótlegginn af því að hugsa til borgarinnar Frankfurt í Þýskalandi. Sú almennt meira tengd viðskiptum og fölum jakkafataplebbum en gleði og glamri. En hún á samt sína ágætu spretti. Lesa má um borgina í þaula hér en í stuttu máli er þetta fjarri því leiðinlegur áfangastaður svona í tvo … Continue reading »
Mögnuð sjón í Mitte í Berlín

Mögnuð sjón í Mitte í Berlín

Það er ekki oft sem Fararheill mælir með heimsókn á hótel annað en það sem gist er á erlendis hverju sinni en æði mögnuð sjón blasir við þeim er taka skrefið inn á Radisson Blu hótelið við Spandauer götu í Mitte í Berlín. Við vorum sjálf steini lostin enda vissum við ekki að í miðjum … Continue reading »

Sögufrægur bjórkjallari í München þar sem enginn kannast við söguna

Sögufrægur bjórkjallari í München þar sem enginn kannast við söguna

Það má eiginlega miklum tíðindum sæta nú þegar hver borg, bær og krummaskuð á yfirborði jarðar keppist við að rifja upp sögu sína í því skyni að trekkja að ferðamann og annan, að það sama á alls ekki við um borgir Þýskalands. Öðru nær, þar hrista menn hausinn sé spurt um merkilega viðburði. Þessum stað … Continue reading »
Hvað er labskaus og hvers vegna er gott að vita það í Hamborg?

Hvað er labskaus og hvers vegna er gott að vita það í Hamborg?

Mörg okkar eru lítið fyrir að prófa nýja hluti erlendis og vilja helst ganga að sinni góðu, ódýru nautasteik vísri alla daga ferðalagsins. En fyrir okkur hin sem gerum í því að prófa matargerð á mismunandi stöðum er fráleitt að heimsækja Hamborg án þess að prófa labskaus. Eins og gefur að skilja hefur matargerð á … Continue reading »

Königsee er fallegasta vatn Þýskalands. Punktur!

Königsee er fallegasta vatn Þýskalands. Punktur!

Landamæri Þýskalands eru skrýtnari en jútjúbmyndbörn Samherja. Það helgast af því að fávísir breskir, rússneskir og bandarískir diplómatar fengu öllu ráðið um þau landamörk í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Gott dæmi um það er það sem er sennilega fallegasta vatnasvæði Þýskalands sem finnst vel til suðurs frá Salzburg í Austurríki. Königsee heitir fyrirbærið og er algjört … Continue reading »

Í Berlín, birnir í alfaraleið

Í Berlín, birnir í alfaraleið

Tvær leiðir eru færar þegar fólk lendir fyrsta sinni í erlendum stórborgum. Annars vegar að verða sér úti um ferðahandbók og elta þær ráðleggingar ellegar sleppa slíku og fylgja hjartanu. Annar af tveimur björnum sem gera sig heimakomna í Bärenzwinger í Berlín. Að okkar mati er síðarnefnda leiðin sú eina sem til greina kemur og … Continue reading »
Tvisvar á ári hverju er Berlín fallegri en ella

Tvisvar á ári hverju er Berlín fallegri en ella

Í tvær vikur um miðjan október ár hvert og í tvær vikur í lok febrúar og byrjun mars er hin fallega höfuðborg Þýskalands eilítið fallegri en venjulega. Þá eru helstu kennileiti borgarinnar böðuð í ljósasjói og gera gott betra. Þær heita Berliner Lichtenfest, sem fer fram í október, og Spring Light Festival sem hefst í … Continue reading »

Bestu skemmtigarðar Evrópu

Bestu skemmtigarðar Evrópu

En það eru talsvert fleiri frábærir skemmtigarðar í henni Evrópu sem Frónbúar heyra lítið um

Freiburg á þremur mínútum

Freiburg á þremur mínútum

Þig dauðlangar eitthvað út. Eitthvert þar sem veðrið breytist ekki hverja fimmtu mínútu og oftast til hins verra. En það vantar eitthvað spark í rassinn. Einhverja ástæðu til að láta slag standa. Fimmtugsafmæli makans kannski? Lottóvinning? Rómantískt boð? Nei. Það vantar ekkert ? Þú lifir aðeins einu sinni. Kíktu á meðfylgjandi myndband frá hinnu ágætu … Continue reading »

Í Þýskalandi fjallgöngutúr fyrir strípalinga

Í Þýskalandi fjallgöngutúr fyrir strípalinga

Svona tiltölulega miðsvæðis í Þýskalandi stendur fjallgarðurinn Harz sem státar svona nokkuð af sömu fegurð og hinn frægi Svartiskógur sunnar í landinu. En ólíkt Svartaskógi er töluverð hætta á að fólk sem vill njóta útivistar í Harz rekist á allsnakið fólk þegar minnst varir. Þjóðverjar eru eins og þeir eru og gott og blessað enda … Continue reading »