Eitt kannski áður en þú gefur hóteli falleinkunn á samfélagsmiðlum

Eitt kannski áður en þú gefur hóteli falleinkunn á samfélagsmiðlum

Við lifum á áhugaverðum tímum svo ekki sé meira sagt. Tíma sem þjónustuaðili getur hreint og beint lögsótt þig og sektað fyrir miður góða umsögn. Við höfum áður bent fólki á þá leiðu staðreynd að nú til dags heyrir til undantekninga að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og bílaleigur taki sér ekki stóra umframheimild á … Continue reading »

Aumingja flugþjónar Qatar Airways

Aumingja flugþjónar Qatar Airways

Þeir auglýsa sig sem fimm-stjörnu-flugfélag þaðan sem enginn fer frá borði nema sáttur og saddur og með bros út að eyrum. Verst hvað starfsfólk þeirra þarf að sitja undir til að slíkt sé mögulegt. Ritstjórn Fararheill hefur fimm sinnum flogið með Qatar Airways sem oft er talað um hin seinni ár sem besta flugfélag heims … Continue reading »

„Ef þú ert að lesa þennan miða ertu að sofa í notuðum rúmfötum“

„Ef þú ert að lesa þennan miða ertu að sofa í notuðum rúmfötum“

Þó vandamálið hafi minnkað duglega eftir að gestum gafst færi á að tjá skoðanir á hótelum og gististöðum á samfélagsmiðlum finnast þeir enn hóteleigendurnir sem reyna eins og þeir geta að græða á gestum sínum eins og þeim er framast unnt. Engin tíðindi þar fyrir flökkufólk sem elskar að þvælast um hina og þessa staði á … Continue reading »

Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ekkert lát er á vinsældum siglinga hvers kyns um heimsins höf og helst á sem flottustum skipum. Þess vegna kemur kannski á óvart að það eru siglingar sem ferðafólk kvartar mest undan. Það allavega raunin sé mið tekið af kvörtunum og kærum sem berast einni af helstu lögfræðiskrifstofum heims sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum … Continue reading »

Ferðaþjónustuaðilar vilja alls ekki heyra hvað þú hefur um þjónustu þeirra að segja

Ferðaþjónustuaðilar vilja alls ekki heyra hvað þú hefur um þjónustu þeirra að segja

Aldeilis makalaust. Fyrirtæki kalla sig ferðaþjónustuaðila en blokkera eins og hægt er ummæli viðskiptavina á samfélagsmiðlum. Það engin tilviljun. Sem kunnugt fáum við hér oft skömm í hattinn á samfélagsmiðlum fyrir neikvæðni og leiðindi almennt þegar við bendum á hitt og þetta sem mjög fer miður hjá hinum ýmsu ferðaþjónustuaðilum. Það hreint ekki leiðinlegt. Við … Continue reading »

Þess vegna sökkar British Airways

Þess vegna sökkar British Airways

Dæma skal fólk og fyrirtæki eftir því hvernig þau haga seglum þegar mótvindur bjátar á. Og samkvæmt þeirri kríteríu er aldeilis ömurlegt að fljúga með British Airways. Breski neytendavefurinn Which! gerði nýlega úttekt á hjálpsemi flugfélaga þegar eitthvað bjátaði á hjá farþegum. Góðu heilli komast 99 prósent flugfarþega almennt til og frá vandræðalaust og hafa … Continue reading »

Delta að gera það sem Icelandair átti að gera fyrir margt löngu

Delta að gera það sem Icelandair átti að gera fyrir margt löngu

Það er afskaplega lítill munur á þjónustu í Hagkaup annars vegar og Bónus hins vegar þó sami aðili reki bæði fyrirtæki. Á báðum stöðum má leita um eilífð eftir aðstoð eða þjónustu af einhverju taginu jafnvel þó fyrrnefnda verslunin leggi 100 prósent meira ofan á flestar vörur. Samt má, merkilegt nokk, enn finna fólk í … Continue reading »

Gleymdist eitthvað? Fáðu það lánað á hótelinu

Gleymdist eitthvað? Fáðu það lánað á hótelinu

Æi. Gleymdist fallega perlufestin sem fór svo vel með minkapelsinum og þú á leið í veislu í New York til heiðurs Ólafi Elíassyni. Venjulega væru góð ráð dýr í slíku tilfelli en ekki ef þú er gestur á hótelum á borð við Hyatt, Kimpton eða Candlewood. USA Today segir frá því að þessar hótelkeðjur auk … Continue reading »

Sjö ástæður fyrir að eiga ENGIN viðskipti við Icelandair

Sjö ástæður fyrir að eiga ENGIN viðskipti við Icelandair

Mörgu eldra fólki þarna úti hlýnar um hjartarætur þegar talið berst að flugfélaginu Icelandair, áður Loftleiðir Icelandair. Það verslar við sitt flugfélag hvað sem tautar og raular. Sama fólk og kann margar skemmtilegar sögur af því að hefja drykkju klukkan sjö á morgnana fyrir flug til Kanarí hér í fyrndinni þegar bandarískir hermenn þurftu að … Continue reading »

Þjónustustig Wow Air og Icelandair í kjallara í Vesturbænum

Þjónustustig Wow Air og Icelandair í kjallara í Vesturbænum

Erlend flugfélög, þar með talin mörg bandarísk, kanadísk, frönsk, þýsk og norræn, bjóða viðskiptavinum sínum að breyta flugi þeim að kostnaðarlausu ef veðurspáin á flugdegi er hörmuleg. Icelandair og Wow Air slétt sama þó farþegar þurfi að bíða klukkustundum saman. Töluvert óveður gekk yfir suðausturhluta Bandaríkjanna í byrjun vikunnar. Þó slæmt væri þurftu þeir er … Continue reading »

British Airways loks að kveikja á fattaranum

British Airways loks að kveikja á fattaranum

Við hér ættum kannski að stofna ráðgjafafyrirtæki sem fyrst. Það sem við höfum prédikað hér um áraraðir er loks að verða að veruleika hjá einu stærsta flugfélagi heims. British Airways ætlar að gjörbreyta þjónustustigi sínu á Heathrow flugvelli í London á næstu mánuðum og eyða til þess milljónum punda samkvæmt tilkynningu flugfélagsins. Sem þýðir að … Continue reading »

Húrra fyrir Icelandair. Svona á þjónusta að vera

Húrra fyrir Icelandair. Svona á þjónusta að vera

Svo virðist sem forráðamenn Icelandair séu loks að opna augun fyrir því sem við hér höfum ítrekað bent á sem góða hugmynd fyrir flugfélag: að koma fram við fólk af sanngirni og virðingu. Rákum augun í tístfærslu Skota eins sem flaug með Icelandair um helgina. Flugið langt á eftir áætlun og svo löng var töfin … Continue reading »

Primera Air að eignast fullt af aðdáendum á samfélagsmiðlum

Primera Air að eignast fullt af aðdáendum á samfélagsmiðlum

Einmitt þegar við héldum að hlutirnir gætu barasta alls ekki orðið verri hjá Primera Air, þá verða þeir verri. Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera Air, hefur þegar fengið fullt af verðlaunum fyrir markaðsstarf við að koma flugfélagi sínu á koppinn og upp í 40 þúsund fet. Nema hvað, herra Ingólfsson, vanmat duglega hvað fólk gerir … Continue reading »